Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni.

Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari.

Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni. Einhverjir meðlimir hennar stofnuðu síðan J.J. Soul band með söngvaranum í kjölfarið.