Birgir Baldursson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2017

Trommuleikarinn Birgir Baldursson var kjörinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2017 í gær. Blúshátíðin var sett á Skólavörðustígnum þar sem tónlistarmenn buðu upp á sannkallaða Blúsveislu þar sem tónlistin ómaði. Boðið var upp á grillmat og félagar í Krúserklúbbnum viðruðu bíla sína og höfðu þá til sýnis. Birgir Baldursson, sem nú ber…

Útlagar [1] (1966-67)

Hljómsveitin Útlagar var starfandi líkast til á höfuðborgarsvæðinu haustið 1966 og eitthvað fram á árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir hennar voru í yngri kantinum og léku bítlatónlist. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit, líftíma hennar og meðlimi, óskast sendar Glatkistunni.

Útipía (?)

Hljómsveit í harðari kantinum mun hafa starfað undir þessu nafni. Engar upplýsingar finnast hins vegar um sögu hennar eða meðlimi og óskast þær sendar Glatkistunni hér með.

Úlfur Chaka Karlsson (1976-2007)

Úlfur Chaka Karlsson tónlistarmaður var áberandi í íslensku listalífi um áratugar skeið en hann lést rétt rúmlega þrítugur að aldri eftir erfið veikindi. Úlfur (f. 1976) átti íslenska móður og bandarískan föður, hann fæddist í Bandaríkjunum, ólst upp í Vesturbænum og var snemma viðloðandi tónlist. Hann kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið sem söngvari og…

Uzz – Efni á plötum

Uzz – Eldrauðar varir Útgefandi: Björn L. Þórisson Útgáfunúmer: UZZ001 Ár: 2000 1. Gleymi öllu (hugsa um allt) 2. Ástarveiran 3. Once again 4. Eldrauðar varir 5. Nóttin bíður 6. Searching 7. Allt sem ég vil Flytjendur: Björn I. Þórisson – söngur, raddir og hljómborð Máni Svavarsson – forritun og hljómborð Björn Sigurðsson – bassi…

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…

UXI ehf. [umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1994-96)

Umboðs- og útgáfufyrirtækið Uxi ehf. (You X I) starfaði um tíma og flutti inn erlent tónlistarfólk til tónleikahalds hérlendis, aðallega í danstónlistargeiranum. Fyrirtækið stóð m.a. fyrir tónlistarhátíðinni UXA 95 sem haldin var um verslunarmannahelgina 1995, flutti inn tónlistarmenn eins og Prodigy, Underworld, Lucky people center o.fl. og gaf út safnplötu í tengslum við UXA 95.…

Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991. Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar Bjarnason gítarleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Alain McNicol gítarleikari var einnig um skamman tíma í sveitinni. Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega en breytti um nafn þegar Gaukur hætti og Gunnþór Sigurðsson…

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Úranus sextett (um 1960)

Upplýsingar um Úranus (Uranus) sextett eru af skornum skammti og er hér með óskað eftir þeim. Sveitin var starfandi í kringum 1960, líklega allavega veturinn 1959-60 og var ýmist nefnd sextett eða kvintett. Berti Möller mun hafa verið einn meðlima sveitarinnar sem og Haukur Sighvatsson trommuleikari en meira liggur ekki fyrir um Úranus.

Úlrik Ólason (1952-2008)

Úlrik Ólason var mikilvirtur kórstjórnandi og organisti, þekktastur líklegast fyrir störf sín fyrir Kristkirkju og Söngsveitina Fílharmóníu. Úlrik fæddist á Hólmavík (1952) en ólst upp á Akranesi þar sem hann nam fyrst tónlistarfræði sín við tónlistarskólann hjá Hauki Guðlaugssyni, hann lærði á orgel við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við kirkjuakademíuna í Regensburg í Þýskalandi.…

Úllen dúllen doff – Efni á plötum

Úllen dúllen doff – Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 133 / 794 / SGCD 133 Ár: 1980 / 1992 1. þáttur: Afhending færeyska jólatrésins – Menning og list í Skepnufirði 2. þáttur: Á Sánkti Bernharðssjúkrahúsinu – Öldrunardeildin – Fyrri heimsóknartími – Seinni heimsóknartími 3. þáttur: Húð og hitt –…

Úllen dúllen doff (1978-83)

Úllen dúllen doff var hópur ungra grínleikara sem slógu í gegn með samnefndum útvarpsþáttum, gáfu síðan út plötu og fluttu að endingu grínefni sitt á sviði víða um land. Hópurinn vann fyrst að nokkrum útvarpsþáttum, um klukkustundar löngum, sem fluttir voru í útvarpssal fyrir hópi áhorfenda, veturinn 1978-79. Fyrsti þátturinn var sendur út í nóvember…