Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992.
Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.