Afmælisbörn 19. desember 2022

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextugur og fagnar því stórafmæli á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir…

Strákarnir [1] (1986)

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum. Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið. Strákarnir komu fyrst…

Afmælisbörn 19. desember 2021

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf. Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.

Chromdalsbræður (1981)

Chromdalsbræður (Krómdalsbræður) mun hafa verið tíu manna sönghópur unglinga á Akureyri starfandi árið 1981 eða jafnvel 82. Þessi hópur kom fram opinberlega í fáein skipti og var undanfari hljómsveita eins og Skriðjökla og ½ sjö (Hálfsjö). Glatkistan hefur ekki upplýsingar um alla meðlimi Chromdalsbræðra en meðal þeirra gætu Kolbeinn Gíslason, Ómar Pétursson, Jón Haukur Brynjólfsson,…

Grái fiðringurinn (1994-2009)

Það er svolítið erfitt að skrásetja sögu hljómsveitarinnar Gráa fiðringsins en hún gekk um tíma samtímis undir nafninu Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar og Grái fiðringurinn, hér er miðað við  ártalið 1994 þegar sveitin tók upp nafnið Grái fiðringurinn. Jakob Ó. Jónsson hafði starfrækt sveitir í eigin nafni frá árinu 1970 og árið 1980 stofnaði hann…

Afmælisbörn 19. desember 2019

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og sjö ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Bylting (1992-)

Hljómsveitin Bylting á sér sögu sem nær allt til ársins 1989 þótt ekki hafi hún allan tímann starfað undir sama nafni. Kjarni sveitarinnar, sem er upphaflega frá Árskógsströnd, hefur starfað saman síðan árið 1989 en það var þó ekki fyrr en 1992 sem hún hlaut nafnið Bylting, áður gekk hún  undir nafninu Strandaglópar. Meðlimir hennar…

Afmælisbörn 19. desember 2018

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og sex ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Bara-flokkurinn (1980-84)

Bara-flokkurinn (Baraflokkurinn) frá Akureyri var fyrsta hljómsveitin frá Akureyri fyrir utan Hljómsveit Ingimars Eydal sem náði almennri athygli og hylli en hún var þó svolítið eyland mitt í flóru pönksins sem var í gangi um og eftir 1980 og fannst mörgum sveitum eiga illa heima í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Hún var þó ágætt dæmi…

Afmælisbörn 19. desember 2017

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og fimm ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Guitarama – gítarhátíð Bjössa Thor í Salnum

Það verður bullandi blús í Salnum Kópavogi kl. 20 á laugardagskvöldið á Guitarama, gítarhátíð Bjössa Thor. Þar verða Friðrik Karlsson, Lay Low, Ingó Geirdal úr Dimmu, Beggi Smári og gestgjafinn Björn Thoroddsen. Erla Stefánsdóttir spilar á bassa og Fúsi Óttars á trommur. Sérstakur heiðursgestur er blúsarinn, leikarinn og skemmtikrafturinn Nick Jameson. Um er að ræða…

Gítartónleikar Bjössa Thor í Salnum 30. september

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen efnir til sannkallaðar gítarveislu í Salnum í Kópavogi 30. september næstkomandi en í haust eru 10 ár liðin frá því að Björn hélt fyrstu gítarhátíðina undir nafninu Guitarama. Síðan þá hefur hann stjórnað gítarhátíðum víða um lönd og spilað með mörgum þekktustu gítarleikunum samtímans. Á tónleikunum í Salnum verða íslenskir gítarleikarar í…

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Afmælisbörn 19. desember 2016

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Rafmagnaðir tónleikar með Guitar Islancio

Það átti enginn von á þessu. Þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarsson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio verða með rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Café Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Kl 22:00. Þeir eru rokkhundar inn við beinið og ætla að sýna það og sanna, enda komnir með trommara, hann Fúsa Óttars. Guitar Islancio…

PKK (1996-2007)

Akureyska hljómsveitin PKK var upp á sitt besta í kringum síðustu aldamót og var lengi eins konar húshljómsveit á veitingastaðnum Við pollinn. PKK nafnið kemur fyrst upp í fjölmiðlum vorið 1996, en áður höfðu þeir félagar, Pétur Steinar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari og Kristján Ólafur Jónsson bassaleikari, byrjað sem dúettinn PK en þeir höfðu enn…

Afmælisbörn 19. desember 2015

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og þriggja ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Rokksveit Fúsa Óttars (1993)

Rokksveit Fúsa Óttars virðist hafa verið skammvinnt verkefni á Akureyri snemma árs 1993, allavega finnast ekki heimildir um að sveitin hafi starfað lengur. Meðlimir Rokksveitar Fúsa Óttars voru Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Fúsi sjálfur, Sigfús Óttarsson trommuleikari.

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Alvaran (1994)

Hljómsveitin Alvaran lék á sveitaböllum um land allt um nokkurra mánaða skeið sumarið 1994. Sveitin var stofnuð snemma árs 1994 og voru meðlimir hennar Grétar Örvarsson söngvari og hljómborðsleikari, Ruth Reginalds söngkona, Kristján Edelstein gítarleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Alvaran tók upp tvö lög sem fóru á safnplötuna Ýkt böst sem út…

Bandalagið (1983-85)

Akureysk hljómsveit að nafni Bandalagið starfaði 1984-85 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar seinna árið, ári fyrr hafði hún einnig tekið þá í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en hafði ekki erindi sem erfiði í þessum tveimur keppnum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigfús Óttarsson trommuleikari (Baraflokkurinn, Jagúar o.fl.), Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið, Eldfuglinn o.fl.), Jósep…

1/2 7 (Hálf sjö) (1981-83)

Nýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálf sjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit. Síðar þann sama vetur (1982-83) vann sveitin tónlist…

Leyniþjónustan (1987)

Leyniþjónustan var tríó hljómborðsleikaranna Jon Kjell Seljeseth og Jakobs Frímanns Magnússonar og söngkonunnar Ragnhildar Gísladóttur, og starfandi um nokkurra mánaða skeið árið 1987. Tríóið kom fyrst fram snemma vors og lék á skemmtistöðum víða um land, þó yfirleitt með öðrum böndum þar sem prógramm sveitarinnar var fremur stutt. Yfirleitt fengu þau með sér gestaspilara eða…

Tónabræður [7] (2005)

Starfsfólk hljóðfæraverslunarinnar Tónabúðarinnar mun hafa spilað við ýmis tækifæri undir nafninu Tónabræður, a.m.k. árið 2005. Meðal líklegra meðlima má nefna Jón Kjartan Ingólfsson (Stuðkompaníið o.fl.) og Sigfús Óttarsson trommuleikara (Baraflokkurinn o.m.fl.)

Zikk Zakk (1993-95)

Akureyska bræðingssveitin Zikk Zakk lék nokkrum sinnum opinberlega á árunum 1993-95. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Karl Olgeirsson hljómborðsleikari. Eitthvað fækkaði í sveitinni eftir því sem á leið og starfaði Zikk Zakk sem tríó undir það síðasta.