Leyniþjónustan (1987)

Leyniþjónustan2

Leyniþjónustan

Leyniþjónustan var tríó hljómborðsleikaranna Jon Kjell Seljeseth og Jakobs Frímanns Magnússonar og söngkonunnar Ragnhildar Gísladóttur, og starfandi um nokkurra mánaða skeið árið 1987.

Tríóið kom fyrst fram snemma vors og lék á skemmtistöðum víða um land, þó yfirleitt með öðrum böndum þar sem prógramm sveitarinnar var fremur stutt. Yfirleitt fengu þau með sér gestaspilara eða –söngvara, og má þar nefna Stefán Hilmarsson, Sigfús Óttarsson og Gunnlaug Briem.

Leyniþjónustan lék um verslunarmannahelgina 1987 á mikilli sukkhátíð í Húsafelli en hætti störfum eftir það.