La bella lúna end ðe lúní tjúns (1987-)

La Bella lúna end ðe lúní tjúns er hljómsveit sem hefur starfað á Stöð 2 um árabil, hún var stofnuð á upphafsárum sjónvarpsstöðvarinnar og er í raun enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir henni síðan 2005. Sveitin var stofnuð 1987 og lék á öllum helstu skemmtunum innan Stöðvar 2 næstu árin, skipan hennar var…

Lafmóð (um 2000)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Lafmóð en hún gæti hafa verið starfandi um eða fyrir aldamótin 2000. Vísbendingar benda til að hún hafi jafnvel verið starfandi á Suðurnesjunum.

Lagasafnið [safnplöturöð] (1992-99)

Lagasafnið var safnplötusería með innlendum flytjendum, ein lífseigasta sería sinnar tegundar hérlendis. Serían var byggð utan um hugmynd Axels Einarssonar hjá hljóðverinu Stöðinni, og gáfu flytjendurnir (sem oft voru óþekktir einyrkjar og hljómsveitir) sjálfir plöturnar út, því var fyrst og síðast hægt að tala um hugsjónastarf fremur um gróðafyrirtæki. Þær komu út bæði á geisladisk og…

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…

Laglausir (1984-89)

Hafnfirska hljómsveitin Laglausir varð sú sigursveit Músíktilrauna sem tengdi gleðipoppið við dauðarokkið en sigurvegarar áranna á undan höfðu verið gleðipoppsveitir sem síðan herjuðu á sveitaböllin. Laglausir léku þétt rokk en í kjölfarið fylgdu mun harðari sveitir árin á eftir. Sveitin hafði verið lengi starfandi áður en hún sigraði Músiktilraunirnar, hún var stofnuð í Lækjaskóla í…

Lagt til þerris (1989)

Sumarið 1989 var til hljómsveit sem bar hið einkennilega nafn Lagt til þerris. Því miður liggja engar upplýsingar fyrir um þessa sveit en samkvæmt blaðaauglýsingu gæti hún hafa flutt frumsamið efni á tónleikum.

Lalli og ljósastauragengið (1986)

Hljómsveitin Lalli og ljósastauragengið mun hafa verið starfrækt 1986 en það haustið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (SSSól, Greifarnir o.fl.), Kolbeinn Einarsson gítarleikari (Rauðir fletir o.fl.), Guðlaugur Guðmundsson bassaleikari (Blátt áfram o.fl.) og Ingimar Bjarnason söngvari (Örkuml, Ástríkur í helvíti o.fl.).

Lalli og sentimetrarnir (1989)

Lalli og sentimetrarnir var hljómsveit frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1989. Sveitin komst í úrslit keppninnar. Lárus Halldórsson var trommuleikari sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Leifur Óskarsson gítarleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Hjörleifur Halldórsson hljómborðsleikari.

Landar (1970)

Hvergi er að finna neinar upplýsingar um hljómsveitina Landar, en hún mun hafa verið starfandi 1970.

Lamarnir ógurlegu (1989-90)

Lamarnir ógurlega var ekki eiginleg hljómsveit heldur sá hópur sem vann plötuna Nóttin langa sem Bubbi Morthens sendi frá sér fyrir jólin 1989. Hópurinn innihélt þá Bubba sjálfan, Svíann Cristian Falk sem hafði unnið með honum nokkrar plötur þegar hér var komið sögu, Johan Söderberg slagverksleikara, Ken Thomas upptökumann og Hilmar Örn Hilmarsson sem kannski…

Landátt (1982)

Hljómsveitin Landátt starfaði líklegast við Ólafsfjörð en hún innihélt m.a. Jón Árnason harmonikkuleikara á Syðri-Á. Landátt var starfandi til 1982 en þá hætti hún, ekki liggur fyrir hversu lengi hún hafði þá starfað eða hverjir aðrir en áðurnefndur Jón skipuðu þessa sveit.

Landsbankakórinn (1989-2002)

Kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík eða Landsbankakórinn starfaði um árabil og söng við ýmsar uppákomur og tækifæri, hann fór meira að segja utan í söngferðalag í að minnsta kosti eitt skipti en kórinn, sem var blandaður kór, taldi líklega um þrjátíu til fjörtíu manns þegar mest var. Landsbankakórinn var stofnaður haustið 1989 og var Ólöf…

Landshornarokkarar (1981-85)

Hljómsveitin Landshornarokkarar var stofnuð vorið 1981 en hana skipuðu þremenningarnir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari, Ágúst Ragnarsson bassaleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Sveitin spilaði víða á sveitaböllum þá um sumarið og næsta sumar (1982) en svo spurðist lítið til hennar þar til vorið 1984, að hún fór í samstarf með kvennasveitinni Jelly systur og herjaði…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…

Landslagið [tónlistarviðburður] (1989-92 / 2001)

Sönglagakeppnin Landslagið var haldin í fjórgang á árunum 1989-92 og í fimmta skiptið árið 2001. Keppnin átti að verða eins konar svar við Eurovision undankeppninni sem haldin var í fyrsta skiptið hérlendis 1986 á vegum Ríkissjónvarpsins, en Stöð 2 og Bylgjan voru meðal þeirra sem héldu keppnina að frumkvæði Axels Einarssonar hjá útgáfufyrirtækinu og hljóðverinu…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…

Lassie (1994)

Hljómsveitin Lassie (gæti hafa verið dúett) varð skammlíft verkefni þeirra Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) og Styrmis Sigurðssonar, sem höfðu áður unnið saman m.a. í Pax Vobis. Sveitin kom fram í skemmtiþætti Hemma Gunn vorið 1994 og lék tónlist sem var í ætt við fyrri sveitir þeirra, og þá gáfu þeir út að plata væri á…

Laufið [1] (1974-77)

Hljómsveitin Laufið var stofnuð í Hafnarfirði snemma árs 1974 af ungum og upprennandi tónlistarmönnum en Björn Thoroddsen gítarleikari var meðal þeirra. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir stóðu að sveitinni í upphafi en sumarið 1975 var sveitin skipuð þeim Geir Gunnarssyni söngvara, Gylfa Má Hilmissyni gítarleikara, Svavari Ellertssyni trommuleikara og Jóni Trausta Harðarsyni bassaleikara, auk Björns.…

Lava (1976-78)

Hljómsveitin Lava var stofnuð í Svíþjóð sumarið 1976 af hjónunum Janis Carol söngkonu og Ingvari Árelíussyni bassaleikara ásamt Erlendi Svavarssyni trommuleikara, Ragnari Sigurðssyni gítarleikara og Ingva Steini Sigtryggssyni hljómborðsleikara en öll höfðu þau gert garðinn frægan með hljómsveitum hér heima, hópurinn fór gagngert til Svíþjóðar til að starfa við tónlist. Sænskur umboðsmaður annaðist mál þeirra…

Laxar (1966-71)

Hljómsveitin Laxar gerði garðinn frægan á norðanverðu landinu á árunum milli 1966 og 1971. Laxar voru stofnaðir á Akureyri sumarið 1966 en heimildir um upphafsár hennar eru af skornum skammti, það var ekki fyrr en 1968 að söngkona kom til sögunnar en hún heitir Sæbjörg Jónsdóttir og var iðulega nefnd Lalla. Sveitin gekk því undir…

Lárus Ingólfsson (1905-81)

Lárus Ingólfsson (f. 1905) var einn kunnasti vísna- og gamansöngvari þjóðarinnar meðan sú listgrein var og hét. Hann var menntaður leikari og leikmynda- og búningahönnuður, hafði numið í Lúxemborg og Danmörku þar sem hann reyndar starfaði til 1933 en þá kom hann heim til Íslands og hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og síðan Þjóðleikhúsinu þegar…

Lebensraum (1998)

Hljómsveitin Lebensraum starfaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum 1998 en engar upplýsingar er að finna um þá sveit.

Leggöng tunglsins (1999)

Hljómsveitin Leggöng tunglsins keppti í Músíktilraunum Tónabæjar árið 1999 en sveitin var þá aðeins um mánaðargömul. Hákon Aðalsteinsson gítarleikari og söngvari, Haukur Þór Jóhannsson bassaleikari, Heimir Örn Hólmarsson trommuleikari og Björg Viggósdóttir hljómborðs- og bassaleikari skipuðu þá sveitina. Sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Að Músíktilraunum loknum spiluðu Leggöng tunglsins nokkuð ört en síðar á…

Legó [1] (1982-83)

Hljómsveit sem bar nafnið Lego (Legó) starfaði á árunum 1982-83. Allar upplýsingar um sveitina eru vel þegnar.

Leiðtogarnir (1989)

Sveit sem keppti í Músaíktilraunum 1989. Garðar Hinriksson var söngvari þessarar sveitar. Aðrir meðlimir voru Sigurður Ólafsson trommuleikari, Vilhjálmur Ólafsson bassaleikari og Sigurjón Alexandersson gítarleikari. Leiðtogarnir komu úr Reykjavík.

Leikbræður (1945-55)

Söngkvartettinn Leikbræður (1945-1955) átti að mestu rætur sínar að rekja til Dalasýslu en þrír fjórðu hans voru Dalamenn, þeir Friðjón Þórðarson (síðar alþingismaður og ráðherra), bræðurnir Torfi Magnússon og Ástvaldur Magnússon (faðir Þorgeirs Ástvaldssonar) en sá fjórði, Gunnar Einarsson var Reykvíkingur. Leikbræður voru í raun stofnaðir 1945 en voru ekki áberandi í upphafi enda sungu…

Leikhústríóið (1973-74)

Leikhústríóið var hljómsveit sem starfaði veturinn 1973-74 í Leikhúskjallaranum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi tríósins en Hjördís Geirsdóttir var söngkona þess.

Leiktríóið [1] (1960)

Leiktríóið  var stofnað til þess einungis að leika í Þjóðleikhúskjallaranum og starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1960. Tríóið var stofnað í byrjun árs og hafði að geyma Ólaf Gauk Þórhallsson gítarleikara, Hrafn Pálsson píanóleikara og Kristinn Vilhelmsson bassaleikara en sá síðast nefndi var titlaður hljómsveitarstjóri. Hann hafði þá áður stýrt Neo-tríóinu. Svanhildur Jakobsdóttir söngkona (þá…

Lemon (1995)

Hljómsveitin Lemon (upphaflega hét sveitin Hauslausir) var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Spoon (eins og önnur sveit, Kirsuber) og náði að eiga lag á safnplötunni Ís með dýfu, sem kom út sumarið 1995. Meðlimir Lemon voru Höskuldur Ö. Lárusson gítarleikari, Stefán Sigurðsson bassaleikari og Hreiðar Júlíusson trommuleikari en Sesselja Magnúsdóttir söng einnig með þeim í…

Lena [1] (1976)

Hljómsveitin Lena lék á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins 1976. Sævar Sverrisson gæti hafa verið í þessari sveit.

Leprous (1991)

Leprous var starfandi sumarið 1991 og var hluti af dauðarokksenunni sem þá gekk yfir. Sveitin var líkast til skipuð fremur ungum meðlimum og var skammlíf. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar en þær væru vel þegnar.

Less is more (1994)

Grungesveitin Less is more úr Breiðholtinu spilaði nokkrum sinnum opinberlega vorið 1994 en varð ekki langlíf. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit eða um sögu hennar og tilurð að öðru leyti.

Lexía [1] (1971-72)

Hljómsveit var starfandi í Ólafsvík 1971 og 72 undir nafninu Lexía. Upplýsingar um þessa sveit eru fremur takmarkaðar en meðlimir hennar árið 1971 voru Örn Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Þór Elingbergsson trommuleikari, Sigurður Egilsson bassaleikari og Valur Höskuldsson söngvari. Lexía var að líkindum skammlíf sveit.

Lexía [2] (1977-93)

Lexía hét húnversk hljómsveit og þótti öflug í sveitaballamenningunni norðan lands á sínum tíma. Hún afrekaði að koma út einni plötu, en það var fyrsta platan sem gefin var út í Húnvatnssýslu. Hljómsveitin var stofnuð 1977 að Laugarbakka í Miðfirði og var lengi skipuð mönnum úr sveitinni í kring, þeir voru Axel Sigurgeirsson trommuleikari, Björgvin…

Leyniþjónustan (1987)

Leyniþjónustan var tríó hljómborðsleikaranna Jon Kjell Seljeseth og Jakobs Frímanns Magnússonar og söngkonunnar Ragnhildar Gísladóttur, og starfandi um nokkurra mánaða skeið árið 1987. Tríóið kom fyrst fram snemma vors og lék á skemmtistöðum víða um land, þó yfirleitt með öðrum böndum þar sem prógramm sveitarinnar var fremur stutt. Yfirleitt fengu þau með sér gestaspilara eða…

Lifun [1] (1993-94)

Hljómsveitin Lifun starfaði í um eitt ár (1993-94) og kom út efni á tveimur safnplötum á sínum stutta ferli. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Björn M. Sigurjónsson söngvari, Arnold Ludwif bassaleikari, Kristján Már Hauksson gítarleikari og Sveinn Kjartansson píanóleikari, en tveir þeir síðast nefndu voru í forsvari fyrir safnplötuna Íslensk tónlist 1993 sem sveitin átti…

Liljukórinn (1961-69)

Heimildir um Liljukórinn eru afar misvísandi. Nokkrar þeirra segja Jón Ásgeirsson hafa stofnað kórinn í byrjun árs 1962 en aðrar heimildir segja Stefán Þengil Jónsson og Guðjón Böðvar Jónsson hafa stofnað hann ári fyrr. Enn fremur er kórinn sagður í einni heimild vera frá Akureyri en hið rétta er að hann var starfandi í Reykjavík.…

Limbó [1] (1961-65)

Hljómsveitin Limbó frá Selfossi var skipuð ungum mönnum á uppleið í tónlistinni í árdaga bítls, sem sumir gerðu síðar garðinn frægan á öðrum vettvangi. Eitthvað er á reiki hvenær Limbó var stofnuð en heimildir nefna árin 1961-65, meðlimir sveitarinnar voru í upphafi ungir að árum, líklegast um fjórtán til fimmtán ára gamlir og er sveitin…

Limbó [2] (1991)

Limbó (oft kallað Söngsveitin Limbó) var tríó sem varð til hjá nokkrum æskufélögum, sem ákváðu mörgum árum síðar að láta drauminn um að gefa út plötu, rætast. Þeir Limbó-félagar, Helgi Indriðason, Guðjón Karl Reynisson og Atli Geir Jóhannesson höfðu á árum áður spilað knattspyrnu saman vestur á Ísafirði og þar höfðu ýmis lög orðið til…

Limbó [3] (1991)

Hljómsveitin Limbó (virðist líka hafa gengið undir nafninu Stórveldið og stuðsamtökin Limbó) var starfandi 1990 í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) og var skipuð þeim Páli Garðarssyni saxófónleikara, Frank Þóri Hall gítarleikara, Guðmundi Steingrímssyni hljómborðsleikara og söngvara, Hrannari Ingimarssyni gítarleikara, Eiríki Þórleifssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara en þeir áttu meira og minna allir eftir að…

Limbó og Lísa (um 1990)

Söngparið Limbó og Lísa komu eitthvað fram í kringum 1990, hugsanlega eitthvað í tengslum við útgáfufyrirtækið Smekkleysu. Ekki liggur þó fyrir hverjir skipuðu þetta söngpar eða um tilurð þess að öðru leyti.

Linchpin (2000)

Reykvíska hljómsveitin Linchpin keppti í Músíktilraunum árið 2000. Hún komst ekki í úrslit. Ómar Ström bassaleikari, Þorvaldur Örn Valdimarsson gítarleikari, Helgi P. Hannesson trommuleikari og Brynjar Pálsson söngvari skipuðu bandið.

Linda Gísladóttir (1956-)

Linda Gísladóttir var ein af hinum svokölluðu Lummum Gunnars Þórðarsonar, og varð ein af þekktari söngkonum þjóðarinnar á tímabili, lítið hefur farið fyrir henni hin síðari ár. Linda (Samsonar) Gísladóttir (f. 1956) hóf að syngja fyrst opinberlega á menntaskólaárum sínum í MH sem þá strax var farinn að unga út tónlistarfólki þarna fyrir miðjan áttunda…

Lion tríóið (1959-69)

Baldvin Halldórsson (bróðir Björgvins Halldórssonar, Njáll Sigurjónsson og Grétar Oddsson voru meðlimir Lion-tríósins (sem ein heimild kallar reyndar Lyon-tríóið) sem starfaði að minnsta kosti 1959 og 60. Þeir félagar voru þá allir ungir að árum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.

Listamannaskálinn [tónlistartengdur staður] (1943-68)

Listamannaskálinn var ekki eiginlegur skemmti- eða tónleikastaður, enda ætlaður undir myndlistasýningar en ekki tónlist þótt hlutskipti hans yrði að hýsa ballgesti um tíma. Skálinn var byggður 1943 af Félagi íslenskra myndlistamanna við Kirkjustræti (rétt við alþingishúsið) og var aldrei hugsaður til langs tíma, reyndar var talað um fimm ár í því samhengi. Bráðabirgðahugtakið náði það langt…

Litla bandið (1951)

Hljómsveit mun hafa starfað undir þessu nafni á Héraði og hefur að öllum líkindum verið ein fyrsta danshljómsveitin austanlands. Hún var stofnuð 1951 og voru meðlimir Svavar Stefánsson harmonikkuleikari, Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir gítarleikari og Örn Einarsson trommuleikari. Vilhjálmur Einarsson (þrístökkvari) mun hafa tekið við af Erni. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Litla bandið en þær…

Litli fjarkinn (1955-56)

Litli fjarkinn var skemmtihópur sem fór tvívegis kringum landið með dagskrá sumrin 1955 og 56. Um var að ræða blandaða dagskrá með söng og leik en hópinn skipuðu þeir Sigurður Ólafsson söngvari, Höskuldur Skagfjörð leikari, Hjálmar Gíslason gamanvísnasöngvari og Skúli Halldórsson píanóleikari. Má segja að þarna hafi verið á ferðinni undanfari héraðsmótanna og Sumargleðinnar sem…

Litli matjurtagarðurinn (1969-70)

Hljómsveitin Litli matjurtagarðurinn var blússveit sem var stofnuð haustið 1969 upp úr annarri slíkri, Sókrates. Sveitin innihélt bassaleikarann Harald Þorsteinsson og gítarleikarana Eggert Ólafsson og Þórð Árnason sem komu úr fyrrnefndri Sókrates en auk þeirra var Kristmundur Jónasson trommuleikari í sveitinni. Það má segja að einkum hafi gítarsnilli Þórðar vakið athygli á sveitinni en hún…

Lizard (1984)

Hljómsveitin Lizard var skammlíf þungarokkssveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1984. Sveitin var stofnuð af Brynjari Björnssyni trommuleikara og Valdimar Sigfússyni gítarleikara en aðrir meðlimir hennar voru Ársæll Steinmóðsson söngvari, Ívar Árnason gítarleikari og Sigurður Ívarsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum hætt störfum um sumarið.