Landskórið (1930)

Landskórið

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað.

Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir.
Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins.

Tveggja laga plata með söng kórsins kom út í tilefni Alþingishátíðarinnar en upptökur fóru fram í samkomuhúsinu Bárunni sumarið 1930. Það var í fyrsta skipti sem kórsöngur var tekinn upp á Íslandi og varð heilmikil kórsöngsvakning í kjölfarið á landinu.

Efni á plötum