Bel canto (1981-86)

Bel canto kórinn úr Garðabæ var skipaður ungu söngfólki sem áður hafði verið í Skólakór Garðabæjar en kórinn var stofnaður 1981. Bel canto kórinn sótti fyrirmynd sína til Ítalíu en bel canto er söngstíll sem margir hafa tileinkað sér, til er fjöldi kóra um heim allan sem starfa undir merkjum bel canto en kórinn úr…

Gígjan [1] (1877-1922)

Blandaður kór á Akureyri gekk undir nafninu Gígjan en hann mun hafa verið einn fyrsti starfandi kór landsins. Það mun hafa verið Magnús Einarsson tónskáld, mikill tónlistarfrömuður norðanlands sem hafði frumkvæði að stofnun Gígjunnar og stýrði hann kórnum allt til loka er hann var sameinaður öðrum kórum nyrðra og söngfélagið Geysir (síðar Karlakórinn Geysir) stofnað…

Gígjan [4] (um 1900)

Söngfélag í Stykkishólmi hét þessu nafni líklega skömmu eftir aldamótin 1900, jafnvel eftir 1910. Baldvin Bárðdal mun hafa verið frumkvöðull að stofnun þess en ekki liggur fyrir hvort eiginlegur stjórnandi var við kórinn.

Gígjan [7] (1967-83)

Söngfélagið Gígjan starfaði á Akureyri um árabil undir stjórn Jakobs Tryggvasonar við góðan orðstír. Gígjan var kvennakór, stofnaður haustið 1967 að áeggjan Sigurðar Demetz Franzsonar sem varð raddþjálfari kórsins en Jakob stjórnandi, og átti hann eftir að stýra honum öll árin utan eitt, er hann bjó erlendis. 1979 tók kórinn upp plötu í kirkju Fíladelfíusafnaðarins…

Gosar [1] (1963)

Karlakórinn Gosar var starfandi í skamman tíma árið 1963, líklegast í Vestmannaeyjum en hann var skipaður ungum söngmönnum sem vart voru komnir af barnsaldri. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór.

Grundartangakórinn (1979 -)

Grundartangakórinn hefur síðastliðin ár verið einn öflugasti starfsmannakór landsins og hefur hann haldið tónleika víðs vegar um landið og erlendis. Kórinn sem er karlakór starfsmanna járnblendiverksmiðjunnar við Grundartanga, var stofnaður haustið 1979 nokkrum mánuðum eftir að verksmiðjan opnaði, af nokkrum áhugamönnum innan fyrirtækisins. Fyrsti stjórnandi kórsins var Baldur Sigurjónsson en síðan þá hafa þó nokkrir…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…

Tónabræður [6] (1991-2008)

Lítill kór eða sönghópur (tvöfaldur kvartett) gekk undir nafninu Tónabræður og starfaði að líkindum á árunum 1991-2008. Tónabræður gætu hafa verið stofnaðir að frumkvæði Gunnars H. Stephensen en hópurinn söng við ýmsar athafnir eins og jarðarfarir en einnig við stærri tækifæri eins og á Íslendingahátíð í Svíþjóð 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmælis lýðveldisins.…

Hamrahlíðarkórinn (1967-)

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð / Hamrahlíðarkórinn er án efa öflugasti menntaskólakór landsins, og þótt víðar væri leitað. Hann hefur staðið fremstur meðal kóra síðan 1967 þegar hann var stofnaður. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stjórnað kórnum frá upphafi en hún var tónlistarkennari við skólann, sem þá var nýstofnaður. Í raun er um tvo kóra að ræða, annars…