Gígjan [1] (1888-1922)

engin mynd tiltækBlandaður kór á Akureyri gekk undir nafninu Gígjan en hann mun hafa verið einn fyrsti starfandi kór landsins.

Það mun hafa verið Magnús Einarsson tónskáld, mikill tónlistarfrömuður norðanlands sem hafði frumkvæði að stofnun Gígjunnar og stýrði hann kórnum allt til loka er hann var sameinaður öðrum kórum nyrðra og söngfélagið Geysir (síðar Karlakórinn Geysir) stofnað í kjölfarið 1922.

Heimildir um hversu lengi kórinn starfaði eru nokkuð misvísandi en hann er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1877 eða 1888 en líklega er síðarnefnda ártalið rétt, að öllum líkindum sameinuðust þá um haustið tvö eða fleiri söngfélag á Akureyri sem störfuðu undir stjórn Magnúsar, að minnsta kosti Söngflokkur Akureyrarbúa og Söngfélag Oddeyrar, og hlaut síðan nafn sitt um áramótin.

Kórinn söng við ýmis tækifæri norðanlands við góðan orðstír.