Gígjan [2] (um 1900)

engin mynd tiltækSöngfélag meðal Vestur-Íslendinga í Gimli í Manitoba (oft kallað Nýja Ísland) í Kanada gekk undir nafninu Gígjan en það var starfandi um og fyrir aldamótin 1900.

Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði, hversu margir sungu með því eða um tilurð þess almennt en þó liggur fyrir að stjórnandi Gígjunnar var um tíma Sigurður Thorarensen.