Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)

Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan.  Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…

Söngfélag Húsvíkinga (1881-92)

Fáar heimildir eru um söngfélag eða -félög sem störfuðu á Húsavík á síðari hluta 19. aldar en það/þau störfuðu líklega frá því um 1881 og til 1892, nokkuð samfleytt af því er virðist. Ekki er vitað til að söngfélag/félög þessi hafi borið nafn en hér eru þau nefnd Söngfélag Húsvíkinga. Það mun hafa verið Magnús…

Afmælisbörn 8. júlí 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir á stórafmæli en hún er fertug í dag. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og…

Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Skólahljómsveitir Laugarnesskóla (1954-69)

Tónlistarlíf í Laugarnesskóla (st. 1935) hefur alltaf verið fjölskrúðugt, einkum frá því um miðjan fimmta áratuginn þegar Ingólfur Guðbrandsson setti á stofn barnakór við skólann og kom á skólasöng sem hefur verið hefð þar allt til þessa dags. Hljóðfærasláttur af ýmsu tagi var líka iðkaður innan skólans og skólaárið 1954-55 var líklega sett saman hljómsveit…

Afmælisbörn 14. nóvember 2021

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Þá á Magnús R.…

Afmælisbörn 8. júlí 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og níu ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Felus catus (1994)

Hljómsveitin Felus catus frá Keflavík var meðal sveita sem áttu efni á safnplötunni Innrás: Kornflex og Kanaúlpur, sem Geimsteinn sendi frá sér haustið 1994. Í umfjöllun um safnplötuna er sveitin sögð vera rokktríó en á umslagi hennar eru  fjórir meðlimir nafngreindir, þeir Magnús Einarsson bassaleikari, Kristinn E. Jóhannsson trommuleikari, Baldur Guðmundsson hljómborðsleikari og Þór Sigurðsson…

Afmælisbörn 8. júlí 2020

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og átta ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Afmælisbörn 8. júlí 2019

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og sjö ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Magnús Einarsson [2] (1952-)

Tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Magnús R. Einarsson hefur komið víða við á löngum tónlistarferli en hljómsveitir sem hann hefur starfað með fylla marga tugi, þá hefur hann löngum verið eftirsóttur mandólín leikari þegar kemur að hljóðversvinnu. Magnús Ragnar Einarsson (1952-) er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og þar virðist tónlistarkrókurinn hafa beygst snemma, hann mun hafa…

Magnús Einarsson [1] (1848-1934)

Fáir ef einhverjir hafa haft eins mikil áhrif á tónlistarlíf á einum stað og Magnús Einarsson (oft kallaður Magnús organisti) á Akureyri um lok nítjándu aldarinnar og byrjun þeirrar tuttugustu, hann kenndi söng, stofnaði og stjórnaði kórum og lúðrasveitum, samdi tónlist og gjörbreytti tónlistarlífi bæjarins. Þrátt fyrir það varð hann aldrei efnaður en umfram allt…

Wonderplugs (1992-2000)

Hljómsveitin Wonderplugs (sem einnig gekk undir nafninu Undratappar) starfaði í Keflavík af því er virðist í næstum áratug. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 og ári síðar áttu þeir félagar lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993, um það leyti voru meðlimir hennar Halldór Jón Jóhannsson söngvari, Jens Eiríksson gítarleikari, Magnús Einarsson bassaleikari og Kristinn…

Blush (1996-98)

Hljómsveitin Blush birtist á sjónarsviðinu með plötu haustið 1997 en fljótlega eftir það dó sveitin drottni sínum. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og rétt um ári síðar hóf hún að leika á öldurhúsum borgarinnar með það fyrir markmiði að kynna væntanlega plötu sem síðan kom út í nóvember 1997. Meðlimir Blush voru þá Þór Sigurðsson…

Bláa blúsbandið (1988-91)

Bláa blúsbandið starfaði fyrir austan í nokkur ár, hugsanlega í tengslum við Jazzhátíð Egilsstaða sem fyrst var haldin árið 1988. Að öllum líkindum var skipan sveitarinnar mismunandi en svo virðist sem Stöðfirðingurinn Garðar Harðarson gítarleikari og söngvari hafi alla jafna verið í henni. Jón Kr. Þorsteinsson bassaleikari, Árni Ísleifs hljómborðsleikari og Ragnar Einarsson trommuleikari virðast…

BÁM-tríóið (1978-79)

BÁM-tríóið (B.Á.M. tríóið) var starfandi á Egilsstöðum veturinn 1978-79 og lék á skemmtunum austanlands þann veturinn. Meðlimir BÁM-tríósins voru Bjarni Helgason trommuleikari, Árni Ísleifsson hljómborðsleikari og Magnús Einarsson hljómborðs- og harmonikkuleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

Tríó Magnúsar Einarssonar (1960)

Allar tiltækar upplýsingar óskast um Tríó Magnúsar Einarssonar sem starfaði árið 1960, að öllum líkindum á Egilsstöðum eða á Héraði, hverjir skipuðu tríóið með honum og hversu lengi það starfaði.

Tríó Óla (1960-70)

Tríó Óla starfaði á Fljótsdalshéraði allan sjöunda áratug síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þann áttunda þótt ekki finnist nákvæmar upplýsingar um það, tríóið skartaði fyrstu hljómsveitarsöngkonu Austfjarða. Tríó Óla mun hafa verið stofnað 1960 og voru meðlimir þess í upphafi Óli Kjerúlf harmonikkuleikari sem var hljómsveitarstjóri, Hrafnkell Björgvinsson trommuleikari og Methúsalem Kjerúlf gítarleikari.…

Tónatríóið [2] (1997)

Tónatríóið virðist hafa verið skammlíft band, starfandi 1997 og gæti allt eins hafa komið fram í aðeins eitt skipti. Meðlimir þess voru Magnús Einarsson söngvari og gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jakob Magnússon bassaleikari.

Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…

Nasasjón (1973-74)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur. Vitað er að Magnús Einarsson og Eggert Þorleifsson sem síðar voru saman m.a. í Þokkabót, voru í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Prentsmiðjukvartettinn (um 1920)

Prentsmiðjukvartettinn svokallaði starfaði á Akureyri í kringum 1920 en ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær. Að öllum líkindum mun Prentsmiðjukvartettinn hafa starfað við Prentverk Odds Björnssonar (POB) á Akureyri en um var að ræða tvöfaldan kvartett. Sigurður Oddsson Björnsson sonur Odds Björnssonar mun hafa verið stofnandi eða aðal hvatamaður að stofnun Prentsmiðjukvartettsins en auk hans…

Spottarnir á Café Rosenberg

Vísnabandið  Spottarnir verða með tónleika á Café Rosenberg fimmtudagskvöldið 31. mars. Spottarnir syngja vísur eftir Cornelis Vreeswijk  sem er ein aðal uppspretta sveitarinnar, á efnisskrá eru einnig lög eftir Magnús Eiríksson, Megas, Hank Williams og ýmsa aðra. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni…

Spottarnir í Norræna húsinu

Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar líka fanga bæði hér heima sem og vestan hafs og austan. Til að fagna tíu ára afmælinu efnir hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggerti…

Spottarnir með tónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Spottarnir er að vakna til lífsins á nýju ári og verður komin til nægilegrar rænu til að halda tónleika á Café Rosenberg þriðjudaginn 12. janúar. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni sem leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og spilar á gítar og Karli…

Söngfélagið Geysir (1910)

Lítið söngfélag, Geysir starfaði í Glæsibæjarhreppi, litlum hreppi sem var innan af Akureyri við Eyjafjörðinn. Magnús Einarsson organisti hreppsins stjórnaði söng Geysis sem kom einhverju sinni fram opinberlega með söngskemmtan árið 1910. Ekki liggur þó fyrir hvort Söngfélagið Geysir starfaði lengur.

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Ríó tríó [2] (1965-2011)

Ríó tríó á eina lengstu ferilssögu íslenskrar dægurlagasögu og þó sú saga hafi ekki verið alveg samfleytt spannar hún tæplega hálfa öld og um tuttugu og fimm plötur sem selst hafa í mörgum tugum þúsunda eintaka. Samstarfið hófst sem þjóðlagatríó, þróaðist um tíma í popp með þjóðlagaívafi, jafnvel með áherslu á jólatónlist um tíma en…

Foreign Land og Dirty Deal Bluesband á Café Rósenberg

Blúshljómsveitirnar Foreign Land (áður Marel Blues Project) og The Dirty Deal Bluesband munu troða upp á Café Rósenberg Klapparstíg, laugardaginn 9. maí. 22.00 – The Dirty Deal Bluesband 23.00 – Foreign Land Endilega mætið nú tímalega til að tryggja ykkur sæti! Það er einnig frábær matseðill á Café Rosenberg! Foreign Land eru: Brynjar Már Karlsson Einar Rúnarsson…

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Farmalls – Efni á plötum

Farmalls – Línudans & sveitasöngvar Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: CD 015 Ár: 1997 1. Kúagerði 2. Bak við lokuð gluggatjöld 3. Alltaf 4. Yfir heiðina 5. Anna Tóta 6. Lífið er 7. Eins og ég er 8. Hún er farin 9. 3 skref 10. Ó, nema ég 11. Sveitaball Flytjendur Jóhann Helgason – söngur Magnús Þór Sigmundsson…

Fánar (1992-96)

Hljómsveitin Fánar vakti nokkra athygli árið 1994 fyrir lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Tríóið hafði verið stofnuð árið 1992 og þá voru meðlimir þess Magnús, Þórður Högnason bassaleikari og…

Forhúð (1970)

Hljómsveitin Forhúð starfaði á Höfn í Hornafirði í kringum 1970 og hafði að geyma Magnús Einarsson, síðar útvarpsmann. Nafn sveitarinnar ku hafa valdið nokkrum deilum í Póstinum í Vikunni, en ekki hafa fundist upplýsingar um aðra meðlimi þessarar mætu sveitar. Sagan segir að um svipað leyti hafi hljómsveit á Húsavík borið sama nafn, allar upplýsingar…

Gígjan [1] (1888-1922)

Blandaður kór á Akureyri gekk undir nafninu Gígjan en hann mun hafa verið einn fyrsti starfandi kór landsins. Það mun hafa verið Magnús Einarsson tónskáld, mikill tónlistarfrömuður norðanlands sem hafði frumkvæði að stofnun Gígjunnar og stýrði hann kórnum allt til loka er hann var sameinaður öðrum kórum nyrðra og söngfélagið Geysir (síðar Karlakórinn Geysir) stofnað…

Gras (2001 – )

Hljómsveitin Gras er blugrass-sveit og eru meðlimir hennar Tena Palmer söngkona, Dan Cassidy fiðluleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Magnús Einarsson gítar- og mandólínleikari og Jón Skuggi bassaleikari. Líklega hefur starfsemi sveitarinnar ekki verið samfelld en hún var starfandi 2001 – 02 og 2006 var sveit starfandi með þessu nafni, það gæti verið sama sveitin.

Limbó [2] – Efni á plötum

Limbó – Fyrstu sporin: traðkað í margtroðinni slóð Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: NA 001 Ár: 1991 1. Og það var vor 2. Ástin og dauðinn 3. Til þín 4. Whisper in the night 5. Sorgir kisu 6. Leikja Baldur 7. Ó, ljúfa veröld 8. Þegar Kristófer Sigurðsson lét úr höfn, stóð herinn á bryggjunni og söng…

Rabbi – Efni á plötum

Rafn Jónsson – Andartak Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: RRJ LP 1 / RRJ CD 1 Ár: 1991 1. Andartak 2. Ég elska bara þig 3. Hvernig líður þér í dag 4. Leynistaðurinn 5. Hafið – forleikur 6. Hafið 7. Orðin 8. Draumurinn 9. Hve lengi 10. Í fyrra lífi 11. Æskustöðvar Flytjendur Kristján Edelstein – gítar…

Rabbi & co. (1993)

Hljómsveitin Rabbi & Co var stofnuð utan um sólóplötu Rafns Jónssonar, Ef ég hefði vængi. Meðlimir sveitarinnar voru auk Rabba, sem þá spilaði á slagverk, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Einarsson gítarleikari, Jens Hansson hljómborðs- og saxófónleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sveitin spilaði víða til kynningar á plötunni fyrir jólin 1993 en hætti síðan störfum.

Rúnar Júlíusson – Efni á plötum

Rúnar Júlíusson – Come into my life / Let’s go dancin’ [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 003 Ár: 1975 1. Come into my life 2. Let’s go dancing Flytjendur Björgvin Halldórsson – raddir Engilbert Jensen – raddir Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Rick Leob – trommur Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – Hvað dreymdi sveininn?…

Spilverk þjóðanna (1974-79)

Spilverk þjóðanna var stofnað 1974 af nokkrum nemendum í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem þá var tiltölulega nýstofnaður, reyndar hafði sveitin verið til í einhverri mynd áður, nokkurn veginn sami mannskapur hafði spilað saman undir ýmsum nöfnum allt frá árinum 1970, s.s. Hassansmjör, Matta K, Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar og að síðustu Egils áður en endanlegt nafn,…

Sveitin milli sanda (1987-95)

Hljómsveitin Sveitin milli sanda starfaði um nokkurra ára skeið og spilaði gamalt rokk fyrir skemmtanaþyrsta gesti á ballstöðum borgarinnar. Sveitin var stofnuð snemma árs 1987 og var tríó fyrst um sinn, þeirra bræðra Arnars gítarleikara og Rafns trommuleikara Sigurbjörnssona, auk Ágústs Ragnarssonar bassaleikara en allir þremenninganna sungu. Um haustið bættist fjórði meðlimurinn við, Þórður Árnason…