Hljómsveitin Felus catus frá Keflavík var meðal sveita sem áttu efni á safnplötunni Innrás: Kornflex og Kanaúlpur, sem Geimsteinn sendi frá sér haustið 1994.
Í umfjöllun um safnplötuna er sveitin sögð vera rokktríó en á umslagi hennar eru fjórir meðlimir nafngreindir, þeir Magnús Einarsson bassaleikari, Kristinn E. Jóhannsson trommuleikari, Baldur Guðmundsson hljómborðsleikari og Þór Sigurðsson söngvari og gítarleikari.
Ekki liggur fyrir hversu lengi Felus catus starfaði.