Fantasía (1994-96)

Danssveitin Fantasía (Fantasia) starfaði um tveggja ára skeið í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, átti nokkur lög á safnplötum en náði aldrei að stíga skrefið til fullnustu hvað vinsældir snertir þrátt fyrir tilraunir til að meika það erlendis. Það var þeir félagar og Akureyringar, Jón Andri Sigurðarson og Trausti Heiðar Haraldsson sem stofnuðu Fantasíu…

Farísearnir (1996)

Hljómsveitin Farísearnir starfaði í fáeina mánuði haustið 1996 en um það leyti sendi sveitin frá sér tólf laga plötu. Þeir Davíð Þór Jónsson sem þá var þekktur skemmtikraftur og annar Radíus-bræðra, og Einar S. Guðmundsson stofnuðu Faríseanna á haustmánuðum 1996 til að koma eigin laga- og textasmíðum á framfæri. Þeir fengu til liðs við sig…

Fermata [2] [útgáfu- og hljóðvinnslufyrirtæki] (1983-)

Hljómplötuútgáfan Fermata starfaði í rúmlega aldarfjórðung en var um leið hljóðvinnslufyrirtæki sem líklega er enn starfandi, það kom að upptökum á tugum platna og viðburða en útgefnir titlar undir merkjum þess voru um þrjátíu talsins. Það var Halldór Víkingsson sem starfrækti fyrirtækið sem sérhæfði sig einkum í klassískri tónlist, fyrsta útgáfa þess var kassetta með…

Fermata [1] (1980-81)

Hljómsveit að nafni Fermata starfaði um og upp úr 1980 og var að líkindum djasstengd, alltént lék sveitin eitthvað opinberlega með slíkum sveitum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Bragason saxófónleikari, Sigurður Jónsson saxófónleikari [?], Ari Einarsson gítarleikari [?], Birgir Baldursson trommuleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Ekki mun hafa verið alveg föst skipan manna í…

Fastagestirnir (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Flateyri sem bar heitið Fastagestirnir, hverjir skipuðu hana, hvenær, hversu lengi og hver hljóðfæraskipanin var.

Fantasía – Efni á plötum

Fantasia – Seven [ep] Útgefandi: ZYX-Music Útgáfunúmer: ZYK 7677-8 Ár: 1995 1. Seven (Radio edit) 2. Seven (X-tra club mix) 3. Seven (Limen mix) 4. Seven (Insanity mix) 5. Seven (Dig it mix) Flytjendur: Selma Björnsdóttir – söngur og raddir Trausti Haraldsson – hljómborð og forritun Jón Andri Sigurðarson – hljómborð og forritun Tómas Gunnarsson…

Farísearnir – Efni á plötum

Farísearnir – Farísearnir Útgefandi: Davíð Þór Jónsson Útgáfunúmer: DÞJ 001 Ár: 1996 1. Krakki eins og þú 2. Friður sé með yður 3. Menn eru menn 4. Undir seglum þöndum 5. Innri Jónas minn 6. Alsæla 7. Íris í annarri vídd 8. Hvernig ég er 9. Íslands þúsund ár 10. Dýrð sólarlagsins 11. Kyrie 12.…

Fendrix (2002-03)

Hljómsveitin Fendrix var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins vorið 2003 en sveitin hafði að líkindum verið stofnuð haustið á undan í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Fendrix voru þeir Sigurður Ragnar Haraldsson gítarleikari, Kristinn Þór Kristinsson bassaleikari, Páll Fannar Pálsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Björn Ingvarsson gítarleikari og Friðrik Dór Jónsson trommuleikari. Fendrix…

Felus catus (1994)

Hljómsveitin Felus catus frá Keflavík var meðal sveita sem áttu efni á safnplötunni Innrás: Kornflex og Kanaúlpur, sem Geimsteinn sendi frá sér haustið 1994. Í umfjöllun um safnplötuna er sveitin sögð vera rokktríó en á umslagi hennar eru  fjórir meðlimir nafngreindir, þeir Magnús Einarsson bassaleikari, Kristinn E. Jóhannsson trommuleikari, Baldur Guðmundsson hljómborðsleikari og Þór Sigurðsson…

Fellows (1967-68)

Hljómsveitin Fellows virðist hafa verið fremur skammlíf sveit, starfandi veturinn 1967-68. Sveitin lék á einhverjum dansleikjum á suðvesturhorni landsins og hér er reiknað með að þetta hafi verið bítlasveit, engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því leitast eftir þeim hjá lesendum Glatkistunnar.

Fellibylurinn Þórarinn (1976)

Fellibylurinn Þórarinn var hljómsveit tónlistarmanna á unglingsaldri og var í raun ein þeirra sveita sem síðar varð að Þey. Ekki liggur alveg ljóst hvenær Fellibylurinn Þórarinn var stofnaður en það gæti hafa verið árið 1975, hér er þó miðað við ári síðar en þá kom sveitin fram á tónleikum innan Menntaskólans við Tjörnina (síðar Menntaskólans…

Felix [1] (1980-83)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hljómsveit sem gekk undir nafninu Felix og starfaði í Vestmannaeyjum á árunum 1980 til 83 að minnsta kosti. Árið 1980 voru þeir Óskar Guðjón Kjartansson gítarleikari, Örn Hafsteinsson bassaleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Eðvald Eyjólfsson trommuleikari meðlimir Felix en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit til að fylla…

Felan (1984)

Hljómsveitin Felan starfaði innan veggja Menntaskólans við Sund árið 1984 en þá lék sveitin á maraþontónleikum á Þorravöku skólans í febrúar og setti þar Íslandsmet, spilaði í rúmlega þrjátíu klukkustundir. Ekki liggur hvort sveitin var stofnuð sérstaklega fyrir þennan atburð eða hvort hún hafði þá starfað í einhvern tíma. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Alfreð Alfreðsson…

Ferguson-tríóið (1958)

Ferguson-tríóið starfaði í Skagafirðinum árið 1958 eða um það leyti. Tríóið, sem lék á dansleikjum í sveitinni var skipað þeim bræðrum Geirmundi og Gunnlaugi Valtýssyni sem léku líklega báðir á harmonikkur, og Jóni [?] sem hugsanlega var trommuleikari sveitarinnar. Hugsanlegt er að þessi sveit hafi síðar hlotið nafnið Rómó og Geiri. E.t.v. má segja að…

Vilhjálmur Guðjónsson [2] – Efni á plötum

Ómar og Hemmi ásamt Hauki Heiðari, Villa Guðjóns og Pétri Kristjáns – Fjörkálfar á ferð um landið á ári fjölskyldunnar Útgefandi: Fjör Útgáfunúmer: Fjör 001 Ár: 1994 1. Allir í fjörið 2. Ég er trúbadúr 3. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin 4. Minkurinn í hænsnakofanum 5. Litla lagið 6. Mér er skemmt Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur og raddir Hermann Gunnarsson – söngur Haukur…

Afmælisbörn 28. október 2020

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…