Fellibylurinn Þórarinn var hljómsveit tónlistarmanna á unglingsaldri og var í raun ein þeirra sveita sem síðar varð að Þey.
Ekki liggur alveg ljóst hvenær Fellibylurinn Þórarinn var stofnaður en það gæti hafa verið árið 1975, hér er þó miðað við ári síðar en þá kom sveitin fram á tónleikum innan Menntaskólans við Tjörnina (síðar Menntaskólans við Sund), sveitin var starfandi innan skólans.
Meðlimir sveitarinnar voru Hilmar Örn Hilmarsson, Magnús Guðmundsson, Hilmar Örn Agnarsson og Guðni Rúnar Agnarsson og eins gæti Sigtryggur Baldursson hafa verið í henni. Engar heimildir er að finna um fleiri meðlimi hennar. Um hljóðfæraskipan er litlar upplýsingar að finna utan að Guðni Rúnar mun hafa verið trommuleikari og einnig gæti Hilmar Örn hafa leikið á trommur auk annarra hljóðfæra.
Það mun svo hafa verið seint á árinu 1976 eða á fyrri hluta árs 1977 sem hljómsveitirnar Fellibylurinn Þórarinn og Piccolo runnu saman í Hattímas sem var einn fyrirrennara Þeysara.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um sögu Fellibylsins Þórarins.