Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke.
Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í einhverja mánuði, drukkinn mest allan tímann.
Hér fékk hann félaga sína í Þey í samstarf undir nafninu Iceland og hóf sveitin þegar að vinna eigið efni. Að minnsta kosti þrjú lög voru tekin upp í Hljóðrita en þau komu líklega út á safnsnældu með Þey síðar í takmörkuðu upplagi (1983). Iceland kom aldrei fram opinberlega.
Meðlimir Iceland voru þeir Þeysarar Sigtryggur Baldursson trommuleikari, Guðlaugur Óttarsson gítarleikari, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og Magnús Guðmundsson gítarleikari, og áðurnefndur Jaz Coleman söngvari, síðasti meðlimur Þeys, Þorsteinn Magnússon hafði ekki áhuga á samstarfinu og var því ekki með. Einhver óeining varð innan Þeysara varðandi þetta samstarf og segja sumir þá óeiningu hafa orðið upphaf endaloka þeirrar sveitar, sem hætti 1983.
Þegar sveitin hafði starfað í nokkrar vikur gáfust Þeysararnir upp á Coleman og hættu en hann fékk þá í staðinn til liðs við sig bræðurna Árna gítarleikara og Þórarin Kristjánssyni trommuleikara úr Vonbrigðum. Sú útgáfa entist stutt, Iceland hætti og Coleman fór af landi brott, og tók reyndar með sér bassaleikarann Birgi Mogensen úr Spilafíflum sem gekk til liðs við Killing joke en það er önnur saga.