Silfurtónar [1] (1991-95)

Hljómsveitin Silfurtónar vakti á fyrri hluta tíunda áratugarins nokkra athygli og þó nokkrar vinsældir með spilamennsku sinni og svo plötu sem reyndar seldist fremur illa en tvö laga sveitarinnar hafa lifað til þessa dags. Silfurtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1991 þegar sveitin hélt tónleika í Duus húsi undir yfirskriftinni Silfurtónar í 20 ár.…

Vonbrigði (1981-86 / 2001-)

Í hugum flestra er hljómsveitin Vonbrigði sterkbundin ímynd kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík (1982) enda ómaði upphafslag myndarinnar (Ó, Reykjavík) flutt af sveitinni, í partíum og útvarpi lengi vel á eftir og hefur þannig orðið samofið pönkinu og þeirri bylgju sem fylgdi á eftir. Það var þó varla nema í byrjun sem spyrða má Vonbrigði við…

Barbie (1987)

Barbie (Barbí) var skammlíf hljómsveit sem starfaði sumarið 1987. Þrír meðlima sveitarinnar komu úr De Vunderfoolz, þeir Hlynur Höskuldsson bassaleikari, Úlfar Úlfarsson trommuleikari og Magnús Jónsson hljómborðsleikari, en Árni Kristjánsson gítarleikari (úr Vonbrigðum) og Hjálmar Hjálmarsson söngvari (síðar leikari o.fl.) voru hinir tveir meðlimir sveitarinnar.

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík (1930-48 / 1957)

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði um árabil og var mikilvægur íslensku tónlistarlífi en tríóið lék margsinnis í dagskrá Ríkisútvarpsins og kynnti landsmönnum fjölbreytilega klassík á sínum tíma. Tríóið tók líklega til starfa árið 1930, eða um það leyti að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður. Meðlimir tríósins í upphafi munu hafa verið þeir Karl Heller fiðluleikari,…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Rut+ (1991-93)

Hljómsveitin Rut+ var á sínum tíma kölluð „súpergrúppa“ í anda þess þegar sveitir á borð við Hljóma og Flowers sameinuðust í Trúbrot, munurinn var hins vegar sá að í þessu tilfelli var um neðanjarðarsveit að ræða. Nafn sveitarinnar var bein skírskotun í plötu Ruthar Reginalds, Rut+ sem kom út 1980 en sú plata var (að…

Hrúgaldin (1980)

Hrúgaldin var hljómsveit í Breiðholtinu starfandi um 1980, hún var undanfari Vonbrigða og var að mestu skipuð þeim sömu og voru í þeirri sveit. Árni Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Ellertsson bassaleikari og Þórarinn Kristjánsson trommuleikari voru líklega í Hrúgaldinum. Sveitin hét einnig um tíma Raflost.

Niðurrif (1999)

Reykvíska tríóið Niðurrif starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir þess voru Árni Kristjánsson söngvari, bassa- og gítarleikari, Gauti Ívarsson söngvari, bassa- og gítarleikari einnig, og Kristján Einar Guðmundsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit og liggja ekki frekari upplýsingar fyrir um hana.

Raflost [2] (1980)

Hljómsveitin Raflost starfaði í kringum 1980 og innihélt m.a. Gunnar Ellertsson bassaleikara og bræðurna Þórarin og Árna Kristjánssyni sem spiluðu á trommur og gítar. Þremenningarnir stofnuðu síðar pönksveitina Vonbrigði en höfðu allir verið í Hrúgaldin áður.