Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

Nora Kornblueh (1951-2008)

Sellóleikarinn Nora Sue Kornblueh bjó hérlendis og starfaði um árabil en hún var gift klarinettuleikaranum Óskari Ingólfssyni. Nora fæddist í Bandaríkjunum 1951, nam sellóleik og lauk námi með BM gráðu, hún kom hingað til lands 1980 og lék hér með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum kammersveitum, starfaði í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún…

Nonni og mannarnir (1988-89)

Nonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari. Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók…

Nokkuð stór (1973)

Nokkuð stór var söngsextett en hann starfaði 1973 innan Árnesingakórsins í Reykjavík, sem þá var undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. Eins og nafnið Nokkuð stór gefur til kynna var þarna á ferðinni sextett sem var nokkuð stór en meðlimir sextettsins voru reyndar sjö. Þetta voru þær Hjördís Geirsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Herdís P. Pálsdóttir, Úlfhildur…

Nítró [2] (1991)

Hljómsveit af Suðurnesjunum bar nafnið Nítró árið 1991. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru líkast til í yngri kantinum.

Nítró [1] (1989-91)

Sveitaballahljómsveitin Nítró var stofnuð á Sauðárkróki 1989 og starfaði um tveggja ára skeið. Meðlimir þessara sveitar voru þeir Guðmunudur Jónbjörnsson söngvari, Baldvin Ingi Símonarson gítarleikari, Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Arnar Kjartansson trommuleikari og Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari. Nítró lék á dansleikjum og þá mestmegnis á norðanverðu landinu.

Níkaragva group (um 1990)

Níkaragva group var starfandi í Hnífsdal en ekki er ljóst hvenær, hér er giskað á árin í kringum 1990. Nöfn tveggja meðlima sveitarinnar eru kunn en þeir Bragi Valdimar Skúlason (Baggalútur, Kalk o.fl.) gítarleikari og Kristján Freyr Halldórsson (Prins Póló, Geirfuglarnir o.fl.) trommuleikari ku hafa verið í henni. Upplýsingar um aðra meðlimir Níkaragva group, starfstíma…

Nippon (1983)

Hljómsveitin Nippon starfaði í Kópavogi 1983 og var skipuð ungum meðlimum. Einhver/jir meðlimir hennar var síðar í Þarmagustunum en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Nora Brocksted – Efni á plötum

Nora Brocksted & Monn Keys [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 92 Ár: 1955 1. Svo ung og blíð 2. Æskunnar ómar Flytjendur: Nora Brocksted – söngur hljómsveit Egils Monn-Iversen – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] Monn Keys kvintettinn – söngur   Nora Brocksted [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 115 Ár: 1957 1. Eyjavalsinn…

Nora Brocksted (1923-2015)

Norska söngkonan Nora Brocksted (fædd 1923) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún kom hingað tvívegis og skemmti landanum. Aukinheldur gaf hún út tvær plötur hérlendis þar sem hún söng á íslensku. Nora (skírð Nora Berg) hafði sungið með norska söngkvintettnum Monn keys um tíma þegar kvintettinn kom til Íslands árið 1954 og hélt…

Afmælisbörn 6. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…