Norðan 3 (1994-96)

nordan-3-a

Norðan 3

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið.

Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður.

Sumarið 1995 bættist söngkonan Ásdís Guðmundsdóttir í hópinn og kallaðist sveitin þá Norðan 3 + Ásdís. Þannig skipuð starfaði sveitin til sumarsins 1996 en Ásdís virðist hafa verið hætt í Norðan 3 undir það síðasta.

Heimildir herma að sveitin hafi verið endurreist en ekki liggur fyrir hvenær það var.