Afmælisbörn 30. nóvember 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og tveggja ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2016

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og sex ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2016

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru fimm talsins í dag, flest þeirra eru söngkonur: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og eins árs…

Afmælisbörn 26. nóvember 2016

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og tveggja ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Ingólfur Sveinsson (1914-2004)

Ingólfur Sveinsson lögregluþjónn (f. 1914) var kannski ekki tónlistarmaður í eiginlegum skilningi en hann kom þó að íslenskri tónlist með ýmsum hætti. Ingólfur, sem var faðir Rósu Ingólfsdóttur tónlistarkonu, þulu, teiknara, leikara o.fl., var tónskáld og samdi nokkur þeirra laga við íslenskar þjóðvísur sem komu út á plötu Rósu 1972, fleiri lög útgefin á plötum…

Ingvar Jónasson – Efni á plötum

Einar Sveinbjörnsson, Ingvar Jónasson og Guido Vecchi – Hilding Rosenberg: Divertimento / John Fernström: Trio för stråkinstrument Útgefandi: Polydor Útgáfunúmer: 2472 101 Ár: 1979 1. Divertimento: Moderato / Allegro vivace / Lento / Poco largo – Allegro con fuoco 2. Trio för stråkinstrument: Allegro non troppo / Adagio sostenuto / Scherzo – Allegro molto /…

Ingvar Jónasson (1927-2014)

Ingvar Jónasson var einn af fremstu fiðluleikurum á Íslandi á sínum tíma og af fyrstu kynslóð fiðluleikara sem átti eftir að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands á upphafsárum hennar. Ingvar var fæddur og uppalinn á Ísafirði 1927 og var af kunnum tónlistarættum, sonur Jónasar Tómassonar tónskálds sem var mikill framámaður í vestfirsku tónlistarlífi. Hann var því alinn…

Ingimar Guðjónsson (1935-78)

Ingimar Guðjónsson harmonikkuleikari lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma, þeirra á meðal voru Tónatríóið og Ásar. Ingimar kom ennfremur oft fram á böllum og öðrum skemmtunum einn með nikkuna. Ingimar (fæddur 1935) var upphaflega Strandamaður en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt hvar hann starfaði við tónlist til æviloka, hans aðalstarf var þó akstur með…

Ingimar Eydal og félagar (1976-90)

Ingimar Eydal starfrækti um tíma djasshljómsveit undir nafninu Ingimar Eydal og félagar. Ingimar hafði lent í bílslysi vorið 1976 og slasast nokkuð, hljómsveit hans, Hljómsveit Ingimars Eydal var því lögð í salt um óákveðinn tíma en það leið ekki á löngu þar til Ingimar stofnaði nýja sveit (um haustið), sveit sem sérhæfði sig í djasstónlist…

Ingimar Eydal – Efni á plötum

Ingimar Eydal – Allt fyrir alla (x3) Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 521 Ár: 2011 1. Atlantic kvartettinn – Magga 2. Atlantic kvartettinn – Ég skemmti mér 3. Atlantic kvartettinn – Manstu ekki vinur (Í rökkurró) 4. Atlantic kvartettinn – Ó, nei 5. Atlantic kvartettinn – Enn á ný 6. Atlantic kvartettinn – Einsi kaldi úr…

Ingunn Bjarnadóttir – Efni á plötum

Amma raular í rökkrinu – ýmsir Útgefandi: Hallgrímur Hróðmarsson, Þórhallur Hróðmarsson og Bjarni E. Sigurðsson Útgáfunúmer: HH, ÞH og BS Ár: 1975 1. Sigríður Ella Magnúsdóttir – Amma raular í rökkrinu 2. Kór Langholtskirkju – Mjúkt er svefnsins sængurlín 3. Kór Langholtskirkju – Fagra haust 4. Kór Langholtskirkju – Stundin deyr 5. Sigrún Gestsdóttir –…

Ingunn Bjarnadóttir (1905-72)

Alþýðutónskáldið Ingunn Bjarnadóttir var uppgötvuð fyrir tilviljun en eftir hana liggur ógrynni sönglaga sem varðveist hafa fyrir tilstilli góðra manna. Ingunn fæddist í A-Skaftafellssýslu 1905, var elst fimmtán systkina og byrjaði snemma að semja tónlist, elsta varðveitta lagið hennar er síðan hún var fjórtán ára en hún hafði ekki tök á að raddsetja laglínur sínar…

Ingólfur Guðbrandsson (1923-2009)

Ingólfur Guðbrandsson var frumkvöðull og brautryðjandi með tvenns konar hætti í íslensku samfélagi, annars vegar á tónlistarsviðinu, hins vegar á sviði ferðamála. Ingólfur fæddist vorið 1923 á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. Hann fékkst eitthvað við tónlist í æsku, lék t.a.m. á orgel en þegar hann fluttist til Reykjavíkur hófst hinn eiginlegi tónlistarferill. Hann…

Ingólfsbandið (1993-94)

Litlar upplýsingar finnast um Ingólfsbandið sem starfaði í fáeina mánuði 1993-94 eftir því sem heimildir herma. Meðlimir Ingólfbandsins voru Ingólfur [?], Tómas [?], Pétur [?], Jón [?], Steini [?] og Hafliði [?] en frekari upplýsingar um þá er hvergi að finna. Þær væru því vel þegnar.

Ingimundur fiðla (1873-1926)

Ingimundur fiðla var kunnur flökkumaður og fiðluleikari, af mörgum álitinn furðufugl en var að öllum líkindum bráðgreindur og með framúrskarandi tónlistarhæfileika. Ingimundur Sveinsson fæddist í Meðallandinu í Vestur-Skaftafellssýslu haustið 1873 og ólst upp í sárri fátækt en hann var einn af systkinum sem töldu líklega á annan tug, Jóhannes Kjarval listmálari var á meðal þeirra…

Ingimundur Árnason (1895-1964)

Ingimundur Árnason kórstjórnandi var mikils metinn í tónlistarlífi Akureyringa meðan hans naut við en segja má að hann hafi byggt upp karlakóramenningu bæjarins. Ingimundur sem fæddist á Grenivík árið 1895 lærði á orgel í æsku og tónlistaráhugi hans og -hæfileikar urðu til þess að hann var orðinn organisti í heimabyggð fyrir fermingu. Um tvítugt stjórnaði…

Ingimundur (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Ingimundur starfaði hér á landi, hvenær eða hvar liggur ekki fyrir. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 24. nóvember 2016

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er sjötíu og átta ára, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile…

Afmælisbörn 23. nóvember 2016

Afmælisbörnin í dag eru fjögur talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2016

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést 1983.

Afmælisbörn 21. nóvember 2016

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 19. nóvember 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er áttatíu og níu ára gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2016

Í dag er eitt afmælisbarn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari á stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar og…

In men (1991)

In men var hljómsveit sem var starfandi sumarið 1991, hún var líkast til í rokkgeiranum og skipuð ungum meðlimum. Upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Ingibjörg Þorbergs (1927-2019)

Ingibjörg Þorbergs er án nokkurs vafa eitt af stóru nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu, hún söng og samdi fjölda þekktra laga og texta sem komið hafa út á ótal plötum, hún átti einnig þátt í að móta íslenskt útvarp með tilliti til barnaefnis og ekki hvað síst í að varða leið kvenna í íslenskri tónlist með…

Ingibjörg Smith – Efni á plötum

Ingibjörg Smith – Draumljóð / Við gengum tvö Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 227 Ár: 1956 1. Draumljóð 2. Við gengum tvö Flytjendur: Ingibjörg Smith – söngur kvartett Árna Ísleifssonar – [engar upplýsingar um flytjendur]     Ingibjörg Smith – Kom nótt / Oft spurði ég mömmu Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 234 Ár: 1957…

Ingibjörg Smith (1929-)

Ingibjörg Smith var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands og söng þrjú lög sem kalla mætti stórsmelli, inn á plötur. Ingibjörg var Stefánsdóttir og fæddist 1929, engar heimildir er að finna um hvenær hún hóf að syngja en hún kynntist Bandaríkjamanni sem starfaði á Keflavíkurflugvelli, giftist honum 1950 og tók upp nafn hans, Smith. Þau fluttust…

Ingibjörg Þorbergs – Efni á plötum

Smárakvartettinn í Reykjavík og Ingibjörg Þorbergs – Hríslan og lækurinn / Játning Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 201 Ár: 1953 1. Hríslan og lækurinn 2. Játning Flytjendur: Ingibjörg Þorbergs – söngur Smárakvartettinn: – Sigmundur R. Helgason – söngur – Halldór Sigurgeirsson – söngur – Guðmundur Ólafsson – söngur – Jón Haraldsson – söngur Carl Billich…

Ingi T. Lárusson (1892-1946)

Þótt Ingi T. Lárusson tónskáld hafi ekki endilega hlotið þá viðurkenningu fyrir framlag sitt til tónlistarinnar sem hann hefði átt skilið í lifanda lífi, hefur hún birst með margs konar hætti í seinni tíð. Ingi Tómas Lárusson fæddist 1892 á Seyðisfirði hvar hann ólst upp. Hann var af tónelsku fólki kominn og í heimabæ hans…

Indíana (1991)

Upplýsingar óskast um pönksveit sem bar nafnið Indíana og átti efni á safnsnældunni Gallerí Krunk, sem kom út haustið 1991.  

The Incredibles (1976-77)

Hljómsveitin The Incredibles starfaði í nokkra mánuði, spilaði balltónlist og sérhæfði sig aðallega í tónlist frá sjöunda áratugnum. The Incredibles var stofnuð í árslok 1976 í Garðabænum og voru meðlimir hennar Pétur Grétarsson trommuleikari, Pétur Jónasson gítarleikari, Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi Björnsson bassaleikari og Sigríður Thosteinsson (Dusty) söngkona. Linda Walker tók síðan við…

Ingibjartur Bjarnason – Efni á plötum

Ingibjartur Bjarnason – Ingibjartur Bjarnason syngur íslensk sönglög Útgefandi: Ingibjartur Bjarnason Útgáfunúmer: IB 001 Ár: 1977 1. Göngulag 2. Vorljóð 3. Vögguljóð 4. Erla 5. Í skógi 6. Fjallið eina 7. Huggast við Hörpu 8. Örlögin 9. Lindin 10. Mamma ætlar að sofna 11. Vor 12. Það er svo margt 13. Sólskríkjan 14. Smaladrengurinn 15.…

Ingibjartur Bjarnason (1921-81)

Ingibjartur Bjarnason (f. 1921) var alþýðumaður sem hafði mikinn áhuga á söng og lét draum sinn rætast um plötuútgáfu. Ingibjartur fæddist í Dýrafirðinum en ólst upp í Borgarfirði, hann bjó þó lengst af í Ölfusinu, var bústjóri við Hlíðardalsskóla, starfaði við dvalarheimilið Ás í Hveragerði og síðan til æviloka við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Hann…

Ingi T. Lárusson – Efni á plötum

Einsöngvarakvartettinn – Einsöngvarakvartettinn syngur lög Inga T. Lárussonar Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 117 Ár: 1978 1. Litla skáld 2. Lífið hún sá í ljóma þeim 3. Ég bið að heilsa 4. Í svanalíki 5. Sólskríkjan 6. Nú sé ég og faðma þig syngjandi vor 7. Sumargleði 8. Íslands hrafnistumenn 9. Átthagaljóð 10. Það er…

Inga Jónasar – Efni á plötum

Inga Jónasar frá Súgandafirði – Vinnukonugripin [snælda] Útgefandi: Ingibjörg Jónasdóttir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Litli fjörðurinn minn 2. Portkona 3. Bréf til hans 4. Eru fangar ekki menn 5. Ég sakna þín 6. Ó ertu ekki sofnuð enn 7. Móðir mín kær 8. Geta karlmenn kokkað? 9. Friðarsöngur 10. Sú minning 11. Stattu…

Inga Jónasar (1926-2012)

Inga Jónasar tónlistarkona frá Suðureyri við Súgandafjörð var allt í senn, söngkona, trúbador og söngkennari, hún samdi ennfremur lög og texta og gaf út snældu með eigin lögum. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) fæddist 1926 á Siglufirði og var tónlist henni í blóð borin en faðir hennar var Jónas Sigurðsson harmonikkuleikari. Fjölskyldan fluttist til Suðureyrar við…

Inga María Eyjólfsdóttir – Efni á plötum

Inga María Eyjólfsdóttir – Einsöngur í útvarpssal Útgefandi: Eyjólfur Rúnar Sigurðsson Útgáfunúmer: ERS 001 CD Ár: 1997 1. Heiðlóarkvæði 2. Fuglinn í fjörunni 3. Smaladrengurinn 4. Viltu fá minn vin að sjá 5. Vorsól 6. Ljóð 7. Við áttum sumarið saman 8. Kveðja 9. Ein sit ég úti á steini 10. Á Sprengisandi 11. Sumri…

Inga María Eyjólfsdóttir (1941-)

Hafnfirðingurinn Inga María Eyjólfsdóttir vakti nokkra athygli á sínum tíma fyrir sönghæfileika sína en söngferill hennar spannaði rúmlega tvo áratugi, hún gaf út eina einsöngsplötu. Inga María fæddist 1941. Hún hóf að læra söng hjá Maríu Markan og lærði hjá henni í ein fimm ár áður en hún hélt til framhaldsnáms í Londan þar sem…

Ingibjörg Sigurðardóttir frá Bjálmholti – Efni á plötum

Heyrði ég í hamrinum, 75 ára yfirlit í flutningi einsöngvara og kóra; Lög Ingibjargar Sigurðardóttur, Bjálmholti í Rangárvallasýslu – ýmsir Útgefandi: Jón Þórðarson Útgáfunúmer: Minna 001 Ár: 1997 1. Heyrði ég í hamrinum 2. Vinsamleg tilmæli 3. Hvert svífið þér, svanir 4. Hugurinn reikar víða 5. Hún mamma söng 6. Lindin mín 7. Sjá, mjöllin…

Ingibjörg Sigurðardóttir frá Bjálmholti (1909-98)

Tónlist Ingibjargar Sigurðardóttur frá Bjálmholti kom óvænt upp á yfirborðið þegar sveitungi hennar kynntist henni og stóð fyrir útgáfu á lögum eftir þessa alþýðukonu. Ingibjörg (Kristín) Sigurðardóttir, venjulega kölluð Minna, fæddist 1909 og bjó alla tíð í Bjálmholti í Rangárvallasýslu þar sem hún var borin og barnfædd. Minna hóf snemma að semja tónlist og líkast…

Afmælisbörn 17. nóvember 2016

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er tuttugu og sjö ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú en allir er þeir farnir yfir móðuna miklu: Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja og hafa sungið lög við ljóð og ljóðaþýðingar hans s.s. Álfareiðin (Stóð ég úti í tunglsljósi), Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) og Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið). Það er engin tilviljun…

Afmælisbörn 15. nóvember 2016

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Afmælisbörn 14. nóvember 2016

Einn tónlistarmaður prýðir afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull.

Afmælisbörn 13. nóvember 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og eins árs í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Afmælisbörn 12. nóvember 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og fjörgurra ára á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum, kom síðust…

Afmælisbörn 11. nóvember 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og tveggja gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann Davíð Richardsson trommuleikari er…

Afmælisbörn 10. nóvember 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Icy hópurinn – Efni á plötum

Icy hópurinn – Gleðibankinn / Bank of fun [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FAS 1 Ár: 1986 1. Gleðibankinn 2. Bank of fun Flytjendur: Pálmi Gunnarsson – söngur Helga Möller – söngur Eiríkur Hauksson – söngur Jon Kjell Seljeseth – hljómborð engar upplýsingar um aðra flytjendur