Ingimar Guðjónsson (1935-78)

ingimar-gudjonsson

Ingimar Guðjónsson

Ingimar Guðjónsson harmonikkuleikari lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma, þeirra á meðal voru Tónatríóið og Ásar. Ingimar kom ennfremur oft fram á böllum og öðrum skemmtunum einn með nikkuna.

Ingimar (fæddur 1935) var upphaflega Strandamaður en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt hvar hann starfaði við tónlist til æviloka, hans aðalstarf var þó akstur með skólabörn og fatlaða.

Ingimar lést 1978 en hann var þá aðeins ríflega fertugur.