Afmælisbörn 13. nóvember 2016
Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og eins árs í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…