Ingólfur Sveinsson (1914-2004)

Ingólfur Sveinsson lögregluþjónn (f. 1914) var kannski ekki tónlistarmaður í eiginlegum skilningi en hann kom þó að íslenskri tónlist með ýmsum hætti. Ingólfur, sem var faðir Rósu Ingólfsdóttur tónlistarkonu, þulu, teiknara, leikara o.fl., var tónskáld og samdi nokkur þeirra laga við íslenskar þjóðvísur sem komu út á plötu Rósu 1972, fleiri lög útgefin á plötum…

Ingvar Jónasson – Efni á plötum

Einar Sveinbjörnsson, Ingvar Jónasson og Guido Vecchi – Hilding Rosenberg: Divertimento / John Fernström: Trio för stråkinstrument Útgefandi: Polydor Útgáfunúmer: 2472 101 Ár: 1979 1. Divertimento: Moderato / Allegro vivace / Lento / Poco largo – Allegro con fuoco 2. Trio för stråkinstrument: Allegro non troppo / Adagio sostenuto / Scherzo – Allegro molto /…

Ingvar Jónasson (1927-2014)

Ingvar Jónasson var einn af fremstu fiðluleikurum á Íslandi á sínum tíma og af fyrstu kynslóð fiðluleikara sem átti eftir að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands á upphafsárum hennar. Ingvar var fæddur og uppalinn á Ísafirði 1927 og var af kunnum tónlistarættum, sonur Jónasar Tómassonar tónskálds sem var mikill framámaður í vestfirsku tónlistarlífi. Hann var því alinn…

Ingimar Guðjónsson (1935-78)

Ingimar Guðjónsson harmonikkuleikari lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma, þeirra á meðal voru Tónatríóið og Ásar. Ingimar kom ennfremur oft fram á böllum og öðrum skemmtunum einn með nikkuna. Ingimar (fæddur 1935) var upphaflega Strandamaður en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt hvar hann starfaði við tónlist til æviloka, hans aðalstarf var þó akstur með…

Ingimar Eydal og félagar (1976-90)

Ingimar Eydal starfrækti um tíma djasshljómsveit undir nafninu Ingimar Eydal og félagar. Ingimar hafði lent í bílslysi vorið 1976 og slasast nokkuð, hljómsveit hans, Hljómsveit Ingimars Eydal var því lögð í salt um óákveðinn tíma en það leið ekki á löngu þar til Ingimar stofnaði nýja sveit (um haustið), sveit sem sérhæfði sig í djasstónlist…

Ingimar Eydal – Efni á plötum

Ingimar Eydal – Allt fyrir alla (x3) Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 521 Ár: 2011 1. Atlantic kvartettinn – Magga 2. Atlantic kvartettinn – Ég skemmti mér 3. Atlantic kvartettinn – Manstu ekki vinur (Í rökkurró) 4. Atlantic kvartettinn – Ó, nei 5. Atlantic kvartettinn – Enn á ný 6. Atlantic kvartettinn – Einsi kaldi úr…

Ingunn Bjarnadóttir – Efni á plötum

Amma raular í rökkrinu – ýmsir Útgefandi: Hallgrímur Hróðmarsson, Þórhallur Hróðmarsson og Bjarni E. Sigurðsson Útgáfunúmer: HH, ÞH og BS Ár: 1975 1. Sigríður Ella Magnúsdóttir – Amma raular í rökkrinu 2. Kór Langholtskirkju – Mjúkt er svefnsins sængurlín 3. Kór Langholtskirkju – Fagra haust 4. Kór Langholtskirkju – Stundin deyr 5. Sigrún Gestsdóttir –…

Ingunn Bjarnadóttir (1905-72)

Alþýðutónskáldið Ingunn Bjarnadóttir var uppgötvuð fyrir tilviljun en eftir hana liggur ógrynni sönglaga sem varðveist hafa fyrir tilstilli góðra manna. Ingunn fæddist í A-Skaftafellssýslu 1905, var elst fimmtán systkina og byrjaði snemma að semja tónlist, elsta varðveitta lagið hennar er síðan hún var fjórtán ára en hún hafði ekki tök á að raddsetja laglínur sínar…

Ingólfur Guðbrandsson (1923-2009)

Ingólfur Guðbrandsson var frumkvöðull og brautryðjandi með tvenns konar hætti í íslensku samfélagi, annars vegar á tónlistarsviðinu, hins vegar á sviði ferðamála. Ingólfur fæddist vorið 1923 á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. Hann fékkst eitthvað við tónlist í æsku, lék t.a.m. á orgel en þegar hann fluttist til Reykjavíkur hófst hinn eiginlegi tónlistarferill. Hann…

Ingólfsbandið (1993-94)

Litlar upplýsingar finnast um Ingólfsbandið sem starfaði í fáeina mánuði 1993-94 eftir því sem heimildir herma. Meðlimir Ingólfbandsins voru Ingólfur [?], Tómas [?], Pétur [?], Jón [?], Steini [?] og Hafliði [?] en frekari upplýsingar um þá er hvergi að finna. Þær væru því vel þegnar.

Ingimundur fiðla (1873-1926)

Ingimundur fiðla var kunnur flökkumaður og fiðluleikari, af mörgum álitinn furðufugl en var að öllum líkindum bráðgreindur og með framúrskarandi tónlistarhæfileika. Ingimundur Sveinsson fæddist í Meðallandinu í Vestur-Skaftafellssýslu haustið 1873 og ólst upp í sárri fátækt en hann var einn af systkinum sem töldu líklega á annan tug, Jóhannes Kjarval listmálari var á meðal þeirra…

Ingimundur Árnason (1895-1964)

Ingimundur Árnason kórstjórnandi var mikils metinn í tónlistarlífi Akureyringa meðan hans naut við en segja má að hann hafi byggt upp karlakóramenningu bæjarins. Ingimundur sem fæddist á Grenivík árið 1895 lærði á orgel í æsku og tónlistaráhugi hans og -hæfileikar urðu til þess að hann var orðinn organisti í heimabyggð fyrir fermingu. Um tvítugt stjórnaði…

Ingimundur (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Ingimundur starfaði hér á landi, hvenær eða hvar liggur ekki fyrir. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.