Icy hópurinn – Efni á plötum

Icy hópurinn – Gleðibankinn / Bank of fun [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FAS 1 Ár: 1986 1. Gleðibankinn 2. Bank of fun Flytjendur: Pálmi Gunnarsson – söngur Helga Möller – söngur Eiríkur Hauksson – söngur Jon Kjell Seljeseth – hljómborð engar upplýsingar um aðra flytjendur

Icy hópurinn (1986)

Icy hópurinn svokallaði og Gleðibankinn urðu frá fyrstu stundu klassík í íslenskri popptónlistarsögu enda varð ekki hjá því komist þar sem um var að ræða fyrsta framlag Íslendinga í hinni margfrægu Eurovision söngvakeppni sem haldin hafði verið síðan árið 1956. Það sem fyrst og fremst einkenndi umræðuna um hópinn og lagið á sínum tíma voru væntingarnar…

Immortal hate (1993)

Hljómsveitin Immortal hate var sveit í þyngri kanti rokksins, starfandi 1993. Einnig var sveit starfandi 1991 sem gekk undir nafninu Immortal, hugsanlega er um að ræða sömu hljómsveit. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Immortal hate eða starfstíma sveitarinnar, og væru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

The Immigrants (1999-)

Djasssveitin The Immigrants (einnig nefnd The Jazz immigrants) er að meiri hluta til íslensk en hefur starfað í Svíþjóð um árabil. The Immigrants var stofnuð 1999 í Stokkhólmi og hefur starfað með hléum, í upphafi voru meðlimir sveitarinnar Halldór Pálsson saxófón- og flautuleikari, Hjörleifur Björnsson bassleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari, George Nistor trompet- og flygelhornleikari (frá…

Illugi Þórarinsson (1935-91)

Þingeyingurinn Illugi (Arinbjörn) Þórarinsson var kunnur harmonikkuleikari, iðulega kenndur við Hamraborg í Reykjadal þar sem hann bjó lengstum en hann var fæddur og uppalinn í Mývatnssveit. Illugi (f. 1935) lék með fjölmörgum hljómsveitum um ævina, hann starfrækti ennfremur eigin sveit, Hljómsveit Illuga sem hann stofnaði með sonum sínum og fleirum árið 1978. Hann var einn…

Illmenni (1983)

Hljómsveitin Illmenni starfaði í skamman tíma haustið 1983. Sveitin gekk fyrst í stað undir nafninu Amen en breytti síðan nafni sínu í Illmenni. Meðlimir Illmenna voru Sverrir Stormsker söngvari og hljómborðsleikari, Kjartan Kjartansson trommuleikari og Bragi Ólafsson bassaleikari. Illmenni stefndu að plötuupptöku en af þeim varð ekki.

Il nuovo Baldur (1990)

Il nuovo Baldur átti lag á safsnældunni Strump sem kom út haustið 1990. Hrólfur Sæmundsson er þar skráður flytjandi en annað liggur ekki fyrir um hann. Allar upplýsingar þ.a.l. óskast sendar Glatkistunni.

Ikarus – Efni á plötum

Þorlákur Kristinsson – The boys from Chicago Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 15 Ár: 1983 1. Klakafjarðarblús 2. Kyrrlátt kvöld við fjörðinn 3. Vinnslustöðin 4. Chile 5. Verið velkomin inn 6. Óskalag sjómanna 7. Biðin 8. Góður afli 9. Kyrkingaról 10. Hér skeður aldrei neitt 11. Fúndermental gæi 12. The boys from Chicago 13. Nærfærnar hendur…

Ikarus (1983-84)

Hljómsveitin Ikarus (Íkarus) varð til upp úr sólóverkefni Tolla Morthens (Þorláks Kristinssonar) og vakti feikimikla athygli á sínum tíma fyrir beinskeitta ádeilutexta. Upphafið að stofnun sveitarinnar má rekja til þess að sumarið 1983 var Tolli að vinna að sólóefni fyrir plötu sem til stóð að Grammið gæfi út, efni sem hafði verið samið á þeim…

In bloom – Efni á plötum

In Bloom – In Bloom Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: 13166962 Ár: 1996 1. Pictures 2. Circle of aggression 3. Regrets 4. Inside 5. Sometimes 6. Illution 7. Suppression 8. Words 9. Deceived 10. Tribute 11. About her Flytjendur: Sigurgeir Þórðarson – söngur Hörður Þór Torfason – gítar Úlfar Jakobsen – gítar Albert Steinn Guðjónsson – bassi…

In bloom (1994-97)

In bloom var grungesveit ættuð úr Breiðholtinu og starfaði um tíma í Bandaríkjunum, ein plata leit dagsins ljós. Sveitin var stofnuð haustið 1993 og voru upphaflegu meðlimir hennar Sigurjón Brink trommuleikari, Sigurgeir Þórðarson söngvari, Albert S. Guðjónsson bassaleikari, Úlfar Jacobsen gítarleikari og Hörður Þór Torfason gítarleikari. Nafn sveitarinnar kemur úr lagatitli með hljómsveitinni Nirvana sem…

ICUP (1991-92)

Hljómsveitin ICUP var stofnuð upp úr Sérsveitinni líklega haustið 1991 og starfaði um veturinn 1991-92. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Sérsveitina utan þess að Erlendur Eiríksson (síðar leikari) var í þessari sveit. Allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit má senda Glatkistunni.

Ich will dich von hinten nehmen (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Ich will dich von hinten nehmen, hvenær hún starfaði, hversu lengi og hverjir skipuðu hana. Einu tiltæku upplýsingarnar um þessa sveit eru þær að Eddi [?], Stebbi [?], Hjalli [?] og Halli [?] voru meðlimir hennar.

Afmælisbörn 9. nóvember 2016

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og eins árs gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnfram haft veg og vanda af útgáfu…