Illmenni (1983)

engin mynd tiltækHljómsveitin Illmenni starfaði í skamman tíma haustið 1983.

Sveitin gekk fyrst í stað undir nafninu Amen en breytti síðan nafni sínu í Illmenni. Meðlimir Illmenna voru Sverrir Stormsker söngvari og hljómborðsleikari, Kjartan Kjartansson trommuleikari og Bragi Ólafsson bassaleikari.

Illmenni stefndu að plötuupptöku en af þeim varð ekki.