Afmælisbörn 31. desember 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er fimmtíu og átta ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið sinnt tónlistinni síðustu…

Afmælisbörn 30. desember 2016

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og eins árs gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2016

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru tvö talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima fyrr á árinu, hún býr nú…

Afmælisbörn 28. desember 2016

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 26. desember 2016

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og…

Jólakveðjur Glatkistunnar

Glatkistan óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar um leið fyrir góðar viðtökur, ábendingar og viðbætur.    

Afmælisbörn 24. desember 2016

Aðfangadagur jóla hefur að geyma tvö tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…

Afmælisbörn 23. desember 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er skráð hjá Glatkistunni á Þorláksmessu: Árni Björnsson tónskáld (f. 1905) hefði átt afmæli þennan dag en hann lést 1995. Árni var úr Kelduhverfinu, fékk snemma áhuga á orgelleik, kórstjórnun og tónsmíðum, og svo fór að hann fór til náms, fyrst innanlands og síðan utan, og lét draum sinn rætast. Þegar hann…

Afmælisbörn 22. desember 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Ímynd [1] (1984-86)

Hljómsveitin Ímynd var starfrækt í Vestmannaeyjum að minnsta kosti á árunum 1984 til 86. Árið 1984 voru Óskar Sigurðsson trommuleikari, Sigurjón Andrésson bassaleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari og Jón Kristinn Snorrason meðlimir sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort einhverjar mannabreytingar urðu innan hennar.

Íslensk kjötsúpa (1979)

Hljómsveitin Íslensk kjötsúpa var sett sérstaklega saman fyrir upptökur á einni plötu, platan hlaut reyndar fremur neikvæðar viðtökur gagnrýnenda og átti það án nokkurs vafa sinn þátt í að sveitin lifði skemur en ella. Það mun hafa verið plötuútgefanadinn Ámundi Ámundason (ÁÁ-records) sem fékk hugmyndina að gefa út plötu sem hefði að geyma eins konar…

Íslendingadagskórinn (?)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um blandaðan kór sem starfaði meðal Íslendinga í Winnipeg í Kanada fyrir margt löngu. Kórinn sem gekk iðulega undir nafninu Íslendingadagskórinn, þar sem hann söng alltaf á Íslendingadaginn í byrjun ágúst-mánaðar, var undir stjórn Björgvins Guðmundssonar um tíma en Björgvin bjó og starfaði á þessum slóðum á árunum…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…

Ísjá (1976-80)

Hljómsveitin Ísjá var ein helsta danshljómsveitin á Snæfellsnesi á árunum 1976-80, að minnsta kosti. Meðlimir Ísjár voru Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Elvar Gunnlaugsson gítarleikari, Lárus Pétursson gítarleikari, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson hljómborðsleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Ísjá, sem var frá Stykkishólmi, starfaði mestmegnis á heimaslóðum og kann að hafa starfað lengur…

Íshúsmellur (1979-80)

Þær Kolbrún Sveinbjörnsdóttir harmonikkuleikari og Evelyn Adolfsdóttir söngkona úr Grindavík höfðu komið fram í nokkur skipti og flutt gamanefni í formi frumsaminna söngva þegar þær tóku þátt í hæfileikakeppni sem haldin var á vegum Dagblaðsins árið 1979. Þær stöllur slógu í gegn, sigruðu eitt undankvöldanna og lentu að lokum í öðru sæti keppninnar. Á prógrammi…

Ísafjörður über alles [útgáfufyrirtæki] (1983-84)

Á Ísafirði starfrækti Sigurjón Kjartansson (síðar Ham, Olympia o.m.fl.) útgáfufyrirtækið Ísafjörður über alles á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar. Hann var þá einungis um fimmtán ára aldur. Ísafjörður über alles var hvorki langlíf né afkastamikil útgáfa en náði þó að koma frá sér tveimur snældum, annars vegar safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem…

Íslensk ameríska (1981)

Hljómsveitin Íslensk ameríska starfaði í Keflavík árið 1981 og mun einungis hafa komið fram í eitt skipti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Karl Brynjarsson gítarleikari, Magnús Halldórsson trommuleikari Smári Sævarsson bassaleikari og Tjöddi [?] söngvari. .

Íslensk kjötsúpa – Efni á plötum

Íslensk kjötsúpa – Íslensk kjötsúpa / Þegar ég er ein [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 037 Ár: 1979 1. Íslensk kjötsúpa 2. Þegar ég er ein Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Íslensk kjötsúpa – Kysstu mig Útgefandi: ÁÁ records / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: ÁÁ 037 / IT115 Ár: 1979 / 2004 1. Kysstu mig 2. Hjónaband…

Afmælisbörn 21. desember 2016

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er fimmtíu og átta ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á…

Afmælisbörn 20. desember 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og tveggja gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann verið…

Jólablús Vina Dóra

Vinir Dóra framreiða svokallaðan Jólablús að Hallveigarstíg 1 fimmtudagskvöldið 22. desember nk. kl. 21:00. Vinir Dóra eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari og Jón Ólafsson bassaleikari og söngvari en Jón „Skuggi“ Steinþórsson annast hljóðvinnslu. Miðaverð á Jólablúsinn er kr. 2.900 en einnig er boðið upp…

Afmælisbörn 19. desember 2016

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Í hvítum sokkum (1997-98)

Dúettinn Í hvítum sokkum var húsband á Kringlukránni 1997 og 98, það voru þeir Hlöðver S. Guðnason og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem skipuðu hann en þeir höfðu mjög víðtæka reynslu úr danshljómsveitaheiminum. Þrátt fyrir pöbbastimpilinn sendu þeir félagar frá sér þrettán laga plötu sem frumsömdu efni fyrir jólin 1997. Hún hlaut titilinn Undir norðurljósum en…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Í hvítum sokkum – Efni á plötum

Í hvítum sokkum – Undir Norðurljósum Útgefandi: Í hvítum sokkum Útgáfunúmer: ÍHS 0001 Ár: 1997 1. Aðeins þessa nótt 2. Undir Norðurljósum 3. Bærinn er frægur 4. Norðan nóttin 5. Kæjinn 6. Því er það ekki þorandi 7. Rímur 8. Jöklavísur 9. Kaffihúsablús 10. Ertu áttan 11. Amma Lú 12. Hundsnobb út á Nesi 13.…

Instrumental trio (1980)

Instrumental trio starfaði í skamman tíma sumarið 1980 og kom fram á nokkrum SATT-kvöldum. Tríóíð skipuðu þeir Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Brynjólfur Stefánsson bassaleikari og Eyjólfur Jónsson trommuleikari og spiluðu þeir félagar eins konar djassbræðing.

Iss! (1983)

Nýbylgjusveitin Iss! (einnig nefnd Izz!) starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og var öflug á tónleikasviðinu þann tíma sem hún starfaði. Meðlimir Iss! voru Einar Örn Benediktsson söngvari og trompetleikari, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Þórólfur Eiríksson bassaleikari, Helgi Helgason trommuleikari og Torfi Hjálmarsson hljómborðsleikari. Bragi Ólafsson lék einnig með Iss! í lokin og skartaði sveitin…

Islandica – Efni á plötum

Islandica – Rammíslensk: folk & fantasy Útgefandi: Fimmund / ARC music Útgáfunúmer: Fimmund 001 / EUCD 1187 Ár: 1990 / 1991 / 1996 1. Krummavísur 2. Maístjarnan 3. Það á að gefa börnum brauð 4. Ólafur Liljurós 5. Lilja 6. Afmælisdiktur (Í Skólavörðuholtið hátt) 7. Sjera Magnús (Ó, mín flaskan fríð) 8. Vera mátt góður…

Islandica (1987-2005)

Islandica var hljómsveit sem sérhæfði sig í flutningi á íslenskri alþýðu- og þjóðlagatónlist í bland við frumsamið efni. Sveitin sendi frá sér nokkrar plötur sem hafa selst gríðarlega vel en þær voru og eru enn vinsælar meðal erlendra ferðamanna. Sveitin var stofnuð 1987 og var kjarni hennar hjónin Gísli Helgason flautuleikari og Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari,…

Irritation Ltd. (1991)

Upplýsingar um hljómsveitina Irritation Ltd. eru af afar skornum skammti. Sveitin spilaði á rokktónleikum á Húsavík sumarið 1991 og gæti því hugsanlega verið af svæðinu, annað er ekki að finna um hana. Meira um þessa sveit óskast sent Glatkistunni.

Ito Kata (1983)

Ito Kata var akureysk hljómsveit starfandi árið 1983. Engar heimildir er að finna um þessa sveit sem skírskotar með nafni sínu í Svals og Vals teiknimyndasögurnar.

Intermezzo (1970)

Á Hellissandi starfaði hljómsveitin Intermezzo um tíma, ekki liggur fyrir hversu lengi en hún hefur að öllum líkindum verið skammlíf. Sveitin var stofnuð upp úr Júnísvítunni 1970 og er aðeins vitað um tvo meðlimi hennar, Alfreð Almarsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari voru í henni og gott væri að fá upplýsingar um aðra meðlimi…

Interferon 6 (1990-91)

Nánast engar upplýsingar er að finna um gjörningasveitina Interferon 6 en hún var starfandi a.m.k. árin 1990 og 1991. Allt er á huldu varðandi þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hversu lengi hún starfandi en Þórey Sigþórsdóttir leikkona mun hafa komið fram með henni í einhver skipti. Hún mun þó líkast til ekki hafa verið…

Invictus (1991-93)

Hljómsveitin Invictus starfaði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1991 en engar upplýsingar finnast um hversu lengi hún starfaði, Pétur Ingi Þorgilsson einn meðlima sveitarinnar lést 1993 og er hér því giskað á að sveitin hafi starfað til þess tíma. Aðrir meðlimir Invictus voru líklega Georg Bjarnason bassaleikari, Brynjar M.…

Intifata (1993)

Hljómsveit á Akureyri bar nafnið Intifata snemma árs 1993. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og óskast þær þess vegna sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 16. desember 2016

Í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.

Rafmagnaðir tónleikar með Guitar Islancio

Það átti enginn von á þessu. Þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarsson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio verða með rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Café Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Kl 22:00. Þeir eru rokkhundar inn við beinið og ætla að sýna það og sanna, enda komnir með trommara, hann Fúsa Óttars. Guitar Islancio…

Afmælisbörn 15. desember 2016

í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og þriggja ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…

Afmælisbörn 14. desember 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og fimm ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…

Tilraun til að bjarga heiminum

Dölli – Illur heimur [án útgáfunúmers], 2016 Tónlistarmaðurinn Dölli eða Sölvi Jónsson hefur vakið nokkra athygli fyrir tónlist sína en hann hefur verið afkastamikill um það bil síðasta eina og hálfa árið, fyrst með plötunni Guðjón missti af lestinni, síðan barnaplötunni Viltu vera memm?, þá Ó hve unaðslegt það var þetta síðsumarskvöld þegar ég var…

Afmælisbörn 13. desember 2016

í dag eru tveir tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og tveggja ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2016

Á fimmtudaginn birti tónlistarsjóðurinn Kraumur árlegan lista sinn yfir þær plötur sem tilnefndar eru til Kraumsverðlaunanna svokölluðu en listinn hefur að geyma þau tuttugu og fimm verk sem þykja hafa skarað fram úr í íslenskri tónilst á árinu. Sjálf Kraumsverðlaunin verða afhent síðar í mánuðinum. Kraumslistinn 2016 hefur að geyma eftirtaldar plötur: Alvia Islandia –…

Afmælisbörn 12. desember 2016

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór á afmæli og er fjörutíu og níu ára gamall, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum, auk þess að syngja á plötum annarra tónlistarmanna. Jóhann Friðgeir hefur gefið út fjórar…

Afmælisbörn 11. desember 2016

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og tveggja ára gamall. Hann lék sem gítarleikari í fjölmörgum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta. Guðlaugur hefur einnig gefið…

Afmælisbörn 10. desember 2016

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm söngvari og trymbill er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs Hólm…

Afmælisbörn 9. desember 2016

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru tvö talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h.…

Afmælisbörn 8. desember 2016

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og sex ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið sem einn…

Afmælisbörn 7. desember 2016

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Jórunn Viðar tónskáld er hvorki meira né minna en níutíu og átta ára gömul á þessum degi. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og hefur samið fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti…

Afmælisbörn 6. desember 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og sex ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra…