Invictus (1991-93)

engin mynd tiltækHljómsveitin Invictus starfaði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð 1991 en engar upplýsingar finnast um hversu lengi hún starfaði, Pétur Ingi Þorgilsson einn meðlima sveitarinnar lést 1993 og er hér því giskað á að sveitin hafi starfað til þess tíma. Aðrir meðlimir Invictus voru líklega Georg Bjarnason bassaleikari, Brynjar M. Ottósson gítarleikari [?], Jón Indriðason trommuleikari og Kristján Eggertsson gítarleikari. Pétur Ingi lék líklega á gítar en ekki liggur fyrir hver söng í hljómsveitinni.