Í hvítum sokkum (1997-98)

Dúettinn Í hvítum sokkum var húsband á Kringlukránni 1997 og 98, það voru þeir Hlöðver S. Guðnason og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem skipuðu hann en þeir höfðu mjög víðtæka reynslu úr danshljómsveitaheiminum. Þrátt fyrir pöbbastimpilinn sendu þeir félagar frá sér þrettán laga plötu sem frumsömdu efni fyrir jólin 1997. Hún hlaut titilinn Undir norðurljósum en…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Í hvítum sokkum – Efni á plötum

Í hvítum sokkum – Undir Norðurljósum Útgefandi: Í hvítum sokkum Útgáfunúmer: ÍHS 0001 Ár: 1997 1. Aðeins þessa nótt 2. Undir Norðurljósum 3. Bærinn er frægur 4. Norðan nóttin 5. Kæjinn 6. Því er það ekki þorandi 7. Rímur 8. Jöklavísur 9. Kaffihúsablús 10. Ertu áttan 11. Amma Lú 12. Hundsnobb út á Nesi 13.…

Instrumental trio (1980)

Instrumental trio starfaði í skamman tíma sumarið 1980 og kom fram á nokkrum SATT-kvöldum. Tríóíð skipuðu þeir Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Brynjólfur Stefánsson bassaleikari og Eyjólfur Jónsson trommuleikari og spiluðu þeir félagar eins konar djassbræðing.

Iss! (1983)

Nýbylgjusveitin Iss! (einnig nefnd Izz!) starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og var öflug á tónleikasviðinu þann tíma sem hún starfaði. Meðlimir Iss! voru Einar Örn Benediktsson söngvari og trompetleikari, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Þórólfur Eiríksson bassaleikari, Helgi Helgason trommuleikari og Torfi Hjálmarsson hljómborðsleikari. Bragi Ólafsson lék einnig með Iss! í lokin og skartaði sveitin…

Islandica – Efni á plötum

Islandica – Rammíslensk: folk & fantasy Útgefandi: Fimmund / ARC music Útgáfunúmer: Fimmund 001 / EUCD 1187 Ár: 1990 / 1991 / 1996 1. Krummavísur 2. Maístjarnan 3. Það á að gefa börnum brauð 4. Ólafur Liljurós 5. Lilja 6. Afmælisdiktur (Í Skólavörðuholtið hátt) 7. Sjera Magnús (Ó, mín flaskan fríð) 8. Vera mátt góður…

Islandica (1987-2005)

Islandica var hljómsveit sem sérhæfði sig í flutningi á íslenskri alþýðu- og þjóðlagatónlist í bland við frumsamið efni. Sveitin sendi frá sér nokkrar plötur sem hafa selst gríðarlega vel en þær voru og eru enn vinsælar meðal erlendra ferðamanna. Sveitin var stofnuð 1987 og var kjarni hennar hjónin Gísli Helgason flautuleikari og Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari,…

Irritation Ltd. (1991)

Upplýsingar um hljómsveitina Irritation Ltd. eru af afar skornum skammti. Sveitin spilaði á rokktónleikum á Húsavík sumarið 1991 og gæti því hugsanlega verið af svæðinu, annað er ekki að finna um hana. Meira um þessa sveit óskast sent Glatkistunni.

Ito Kata (1983)

Ito Kata var akureysk hljómsveit starfandi árið 1983. Engar heimildir er að finna um þessa sveit sem skírskotar með nafni sínu í Svals og Vals teiknimyndasögurnar.

Intermezzo (1970)

Á Hellissandi starfaði hljómsveitin Intermezzo um tíma, ekki liggur fyrir hversu lengi en hún hefur að öllum líkindum verið skammlíf. Sveitin var stofnuð upp úr Júnísvítunni 1970 og er aðeins vitað um tvo meðlimi hennar, Alfreð Almarsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari voru í henni og gott væri að fá upplýsingar um aðra meðlimi…

Interferon 6 (1990-91)

Nánast engar upplýsingar er að finna um gjörningasveitina Interferon 6 en hún var starfandi a.m.k. árin 1990 og 1991. Allt er á huldu varðandi þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hversu lengi hún starfandi en Þórey Sigþórsdóttir leikkona mun hafa komið fram með henni í einhver skipti. Hún mun þó líkast til ekki hafa verið…

Invictus (1991-93)

Hljómsveitin Invictus starfaði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1991 en engar upplýsingar finnast um hversu lengi hún starfaði, Pétur Ingi Þorgilsson einn meðlima sveitarinnar lést 1993 og er hér því giskað á að sveitin hafi starfað til þess tíma. Aðrir meðlimir Invictus voru líklega Georg Bjarnason bassaleikari, Brynjar M.…

Intifata (1993)

Hljómsveit á Akureyri bar nafnið Intifata snemma árs 1993. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og óskast þær þess vegna sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 16. desember 2016

Í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.