Intermezzo (1970)

engin mynd tiltækÁ Hellissandi starfaði hljómsveitin Intermezzo um tíma, ekki liggur fyrir hversu lengi en hún hefur að öllum líkindum verið skammlíf.

Sveitin var stofnuð upp úr Júnísvítunni 1970 og er aðeins vitað um tvo meðlimi hennar, Alfreð Almarsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari voru í henni og gott væri að fá upplýsingar um aðra meðlimi Intermezzo.