Ímynd [1] (1984-86)

Hljómsveitin Ímynd var starfrækt í Vestmannaeyjum að minnsta kosti á árunum 1984 til 86. Árið 1984 voru Óskar Sigurðsson trommuleikari, Sigurjón Andrésson bassaleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari og Jón Kristinn Snorrason meðlimir sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort einhverjar mannabreytingar urðu innan hennar.

Íslensk kjötsúpa (1979)

Hljómsveitin Íslensk kjötsúpa var sett sérstaklega saman fyrir upptökur á einni plötu, platan hlaut reyndar fremur neikvæðar viðtökur gagnrýnenda og átti það án nokkurs vafa sinn þátt í að sveitin lifði skemur en ella. Það mun hafa verið plötuútgefanadinn Ámundi Ámundason (ÁÁ-records) sem fékk hugmyndina að gefa út plötu sem hefði að geyma eins konar…

Íslendingadagskórinn (?)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um blandaðan kór sem starfaði meðal Íslendinga í Winnipeg í Kanada fyrir margt löngu. Kórinn sem gekk iðulega undir nafninu Íslendingadagskórinn, þar sem hann söng alltaf á Íslendingadaginn í byrjun ágúst-mánaðar, var undir stjórn Björgvins Guðmundssonar um tíma en Björgvin bjó og starfaði á þessum slóðum á árunum…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…

Ísjá (1976-80)

Hljómsveitin Ísjá var ein helsta danshljómsveitin á Snæfellsnesi á árunum 1976-80, að minnsta kosti. Meðlimir Ísjár voru Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Elvar Gunnlaugsson gítarleikari, Lárus Pétursson gítarleikari, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson hljómborðsleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Ísjá, sem var frá Stykkishólmi, starfaði mestmegnis á heimaslóðum og kann að hafa starfað lengur…

Íshúsmellur (1979-80)

Þær Kolbrún Sveinbjörnsdóttir harmonikkuleikari og Evelyn Adolfsdóttir söngkona úr Grindavík höfðu komið fram í nokkur skipti og flutt gamanefni í formi frumsaminna söngva þegar þær tóku þátt í hæfileikakeppni sem haldin var á vegum Dagblaðsins árið 1979. Þær stöllur slógu í gegn, sigruðu eitt undankvöldanna og lentu að lokum í öðru sæti keppninnar. Á prógrammi…

Ísafjörður über alles [útgáfufyrirtæki] (1983-84)

Á Ísafirði starfrækti Sigurjón Kjartansson (síðar Ham, Olympia o.m.fl.) útgáfufyrirtækið Ísafjörður über alles á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar. Hann var þá einungis um fimmtán ára aldur. Ísafjörður über alles var hvorki langlíf né afkastamikil útgáfa en náði þó að koma frá sér tveimur snældum, annars vegar safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem…

Íslensk ameríska (1981)

Hljómsveitin Íslensk ameríska starfaði í Keflavík árið 1981 og mun einungis hafa komið fram í eitt skipti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Karl Brynjarsson gítarleikari, Magnús Halldórsson trommuleikari Smári Sævarsson bassaleikari og Tjöddi [?] söngvari. .

Íslensk kjötsúpa – Efni á plötum

Íslensk kjötsúpa – Íslensk kjötsúpa / Þegar ég er ein [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 037 Ár: 1979 1. Íslensk kjötsúpa 2. Þegar ég er ein Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Íslensk kjötsúpa – Kysstu mig Útgefandi: ÁÁ records / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: ÁÁ 037 / IT115 Ár: 1979 / 2004 1. Kysstu mig 2. Hjónaband…

Afmælisbörn 21. desember 2016

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er fimmtíu og átta ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á…