Ingveldur Hjaltested – Efni á plötum

Ingveldur Hjaltested – Sextán einsöngslög Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 158 Ár: 1982 1. Stóðum tvö í túni 2. Vísur Vatnsenda-Rósu 3. Ólafur liljurós 4. Sofðu, unga ástin mín 5. Bí bí og blaka 6. Hani, krummi, hundur, svín 7. Sjómannavísur 8. Fjólan 9. Við sundið 10. Draumalandið 11. Gígjan 12. Í dag skein sól 13.…

Ingveldur Hjaltested (1934-2022)

Ingveldi Hjaltested sópransöngkonu hefur verið skipað á bekk meðal fremstu söngkvenna landsins en eftir hana liggja tvær plötur og fjöldi tónleika. Ingveldur Lárusdóttir Hjaltested fæddist vorið 1934 og var fljótlega ljóst að þar færi efnileg söngkona, eldri systir hennar var Sigurveig Hjaltested en hún var ellefu árum eldri en Ingveldur. Á yngri árum söng hún…

Insectary (1991)

Insectary var hljómsveit sem starfaði árið 1991 og var um nokkurra mánaða skeið virk í dauðarokkssenunni en sveitin lék á fjölmörgum tónleikum þá um sumarið. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit utan þess að Bogi Reynisson var innanborðs, líklegt hlýtur að teljast að hann hafi leikið á bassa í Insectary og…

Inri – Efni á plötum

Inri – Viðnámshvörf [snælda] Útgefandi: Inri Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1992 1. Aleindarmessa 2. Viljunarkerfi 3. Birting Inri 4. Skynheimahvörf 5. Orkukerfi viðbragðs 6. Virkjun 7. Frestunarendun 8. Uppgjöf 9. Skynheimahvörf tvö Flytjendur: Magnús A.G. Jensson – allur flutningur

Inri (1989-98)

Margt er á huldu varðandi spuna- og gjörningasveitina Inri (I.N.R.I.) en sveitin starfaði í um áratug seint á síðustu öld. Inri, sem eins og flestir átta sig á er skírskotun í áletrun á kross Krists, mun hafa verið stofnuð 1989 og í upphafi voru tveir meðlimir sem skipuðu sveitina, það voru þeir Þórhallur Guðmundsson gítarleikari…

Innrás (1971)

Hljómsveitin Innrás var starfandi sumar og haust 1971 en sveitin tók þátt í hljómsveitakeppni í Húsafelli sem var árviss viðburður um verslunarmannahelgina á þessum árum. Innrás lenti í fjórða sæti keppninnar af fimm sveitum en engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu hana.

Inniskórnir hans afa (1992)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um hljómsveit sem bar heitið Inniskórnir hans afa og starfaði að öllum líkindum í Njarðvík í skamman tíma, líklega 1992. Hugsanlega var um eins konar skammtíma grínverkefni að ræða en meðal meðlima sveitarinnar voru hjónin Ásgeir Snær Guðbjartsson og Ólöf Magnea Sverrisdóttir. Allar tiltækar upplýsingar um Inniskóna hans afa óskast…

Inner core (1993)

Inner core var dúett sem þeir Helgi Már Hübner og Lýður Þrastarson starfræktu 1993. Þeir félagar unnu heilmikið danstónlistarefni og eitthvað af því rataði til útvarpsstöðvanna en einungis eitt lag var gefið út á plötu, safnplötunni Reif í tætlur sem kom út vorið 1993.

Ingvi (1988)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Ingvi og starfaði að öllum líkindum við Menntaskólann á Akureyri árið 1988. Því er hér óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og hversu lengi hún starfaði.

Insurcion (1998)

Insurcion var ein sveita sem keppti í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar, sem kom úr Reykjavík, voru Guðjón Albertsson söngvari og gítarleikari, Hjörtur Hjartarson trymbill, Magnús Unnar Georgsson bassaleikari og Jón Arnar Helgason hljómborðsleikari. Insurcion komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og dó líklega drottni sínu fljótlega eftir keppnina.

Instrument (1968)

Instrument virðist hafa verið skammlíf hljómsveit úr Reykjavík, starfandi 1968. Sveitin keppti í árlegri hljómsveitakeppni sem fram fór um verslunarmannahelgina í Húsafelli en engar sögur fara af því hvernig henni reiddi þar af. Ekkert er heldur að finna um hverjir skipuðu þessa sveit.

Afmælisbörn 5. desember 2016

Þá er komið að afmælisbarni Glatkistunnar en að þessu sinni er aðeins eitt á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er fimmtíu og fjögurra ára gamall, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar. Hann var…