Íshúsmellur (1979-80)

ishusmellur1

Íshúsmellur

Þær Kolbrún Sveinbjörnsdóttir harmonikkuleikari og Evelyn Adolfsdóttir söngkona úr Grindavík höfðu komið fram í nokkur skipti og flutt gamanefni í formi frumsaminna söngva þegar þær tóku þátt í hæfileikakeppni sem haldin var á vegum Dagblaðsins árið 1979.

Þær stöllur slógu í gegn, sigruðu eitt undankvöldanna og lentu að lokum í öðru sæti keppninnar. Á prógrammi þeirra var lag sem bar titilinn Íshúsmellur, og fór svo að nafnið festist við þær og þær tóku að koma fram undir því nafni.

Í kjölfar velgengninnar í hæfileikakeppninni höfðu þær grindvísku nóg að gera og komu fram á ýmsum skemmtunum næsta árið að minnsta kosti, með dagskrá sína.