Skólakór Grunnskólans á Hellissandi (1997-2004)

Í kringum síðustu aldamót var kór nemenda starfræktur við Grunnskólann á Hellissandi en ekki eru miklar upplýsingar að finna um þennan kór. Fyrir liggur að kórinn var starfandi vorið 1998 undir stjórn Svavars Sigurðssonar og gera má ráð fyrir að hann hafi þá verið starfandi um veturinn en heimildir finnast ekki um að hann hafi…

Tónkórinn á Hellissandi (1978-84)

Litlar upplýsingar er að hafa um Tónkórinn á Hellissandi en hann var starfræktur á árunum 1978-84 að minnsta kosti. Svo virðist sem hann hafi verið stofnaður í beinu framhaldi af því að Samkór Hellissands lagði upp laupana en Helga Gunnarsdóttir hafði stjórnað honum, og stjórnaði einnig Tónkórnum. Frekari upplýsingar óskast því um þennan kór.

Samkór Hellissands (1976-78)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hellissands en hann var starfandi a.m.k. á árunum 1976-78 undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Allar nánari upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.

Intermezzo (1970)

Á Hellissandi starfaði hljómsveitin Intermezzo um tíma, ekki liggur fyrir hversu lengi en hún hefur að öllum líkindum verið skammlíf. Sveitin var stofnuð upp úr Júnísvítunni 1970 og er aðeins vitað um tvo meðlimi hennar, Alfreð Almarsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari voru í henni og gott væri að fá upplýsingar um aðra meðlimi…

Bít (1999-)

Hljómsveitin Bít var stofnuð 1999 á Hellissandi og hafði reyndar starfað nokkrum árum áður undir nafninu Bros. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurbjörg Hilmarsdóttir söngkona, Þorkell Cýrusson gítarleikari, Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Reynir Rúnar Reynisson trommuleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari. Þessi sveit hefur víða leikið á dansleikjum á Snæfellsnesi og gæti verið ennþá starfandi.

Bros (1991-99)

Hljómsveitin Bros var stofnuð síðla árs 1991 á Hellissandi. Stofnmeðlimir voru Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Þorkell Cýrusson gítarleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari. Fljótlega bættist trommuleikarinn Reynir Rúnar Reynisson í hópinn, auk Sirrýjar Gunnarsdóttur söngkonu. Öll sungu þau reyndar á böllum en sveitin spilaði all nokkuð á dansleikjum á sínum tíma. Þegar Sirrý hætti í sveitinni um…

Diamonds (um 1960-70)

Hljómsveitin Diamonds var frá Hellissandi og starfaði á sjöunda áratug liðinnar aldar. Yfirleitt var sveitin skipuð þeim Alfreð Erni Almarssyni gítarleikara, Baldri Guðna Jónssyni trommuleikara, Benedikt Sveinbjarnarsyni bassaleikara og Vilhjálmi Hafberg söngvara, sá síðastnefndi var iðulega kallaður Villi söngur. Kristinn Haraldsson harmonikkuleikari lék einnig með sveitinni en það var yfirleitt framan af kvöldi áður en…

Extra [1] (1998-99)

Hljómsveitin Extra var stofnuð í ársbyrjun 1998 á Hellissandi af þeim Þorkeli Cýrussyni gítarleikara og Lofti Vigni Bjarnasyni bassaleikara en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni Bros. Aðrir meðlimir voru Kristinn Sigþórsson [?], Ægir Þórðarson [?] og Fanney Vigfúsdóttir söngkona. Kristinn og Ægir höfðu áður verið saman í annarri sveit, Venus. Í upphafi hét sveitin…

Júnísvítan (1970)

Hljómsveitin Júnísvítan var starfrækt á Hellissandi í kringum 1970. Ingvi Þór Kormáksson var í henni og lék á orgel en aðrir meðlimir voru Alfreð Almarsson gítarleikari, Ingibergur Kristinsson trommuleikari, Sigurður Höskuldsson gítarleikari og Hermann Breiðfjörð bassaleikari. Sigurður Elingbergsson tók síðan við af Hermanni. Hljómsveitin Intermezzo þróaðist síðan út frá þessari sveit. Ekki liggja fyrir frekari…

Nú-jæja (1972-73)

Hljómsveitin Nú-jæja var starfrækt á Hellissandi 1972-73. Sveitin var eins konar skólahljómsveit, skipuð þeim Pálma Almarssyni gítarleikara, Eggerti Sveinbjörnssyni trommuleikara og Hauki Má Sigurðarsyni bassaleikara. Framan af var hún söngvaralaus en Þröstur Kristófersson kom síðar inn sem slíkur. Benedikt Jónsson gekk til liðs við sveitina og spilaði upphaflega á harmonikku en síðan orgel, um svipað…

Útrás [1] (1973-76)

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar…