Bros (1991-99)

engin mynd tiltækHljómsveitin Bros var stofnuð síðla árs 1991 á Hellissandi.

Stofnmeðlimir voru Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Þorkell Cýrusson gítarleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari. Fljótlega bættist trommuleikarinn Reynir Rúnar Reynisson í hópinn, auk Sirrýjar Gunnarsdóttur söngkonu. Öll sungu þau reyndar á böllum en sveitin spilaði all nokkuð á dansleikjum á sínum tíma. Þegar Sirrý hætti í sveitinni um áramótin 1992/3 tók Þorkell við sönghlutverkinu.

Sveitin gaf út snældu 1992 og seldist upplagið upp. Eitt þeirra laga, Ég á þig, var endurunnið og sungið af Sirrýju auk þess sem Þórir Úlfarsson og Sigurður Kristinsson komu við sögu, og kom lagið út á safnplötunni Lagasafnið 3 (1993).

Sveitin gekk í gegnum ýmsar mannabreytingar og voru t.d. Ægir Hrólfur Þórðarson gítarleikari og Svanfríður Kristjánsdóttir söngkona í sveitinni um tíma, einnig hætti Örn um tíma sem og Reynir Rúnar. Svo fór að lokum að Bros hætti störfum 1997. Þeir Þorkell og Loftur stofnuðu reyndar hljómsveitin Da Capo úr rústum Bross.

1999 var gerð tilraun til að endurreisa sveitina en þar sem ekki náðist að manna sveitina með upprunalegum meðlimum var sveitin skírð Bít.

Efni á plötum