Bít (1999-)

engin mynd tiltækHljómsveitin Bít var stofnuð 1999 á Hellissandi og hafði reyndar starfað nokkrum árum áður undir nafninu Bros.

Meðlimir sveitarinnar voru Sigurbjörg Hilmarsdóttir söngkona, Þorkell Cýrusson gítarleikari, Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Reynir Rúnar Reynisson trommuleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari.

Þessi sveit hefur víða leikið á dansleikjum á Snæfellsnesi og gæti verið ennþá starfandi.