Extra [1] (1998-99)

engin mynd tiltækHljómsveitin Extra var stofnuð í ársbyrjun 1998 á Hellissandi af þeim Þorkeli Cýrussyni gítarleikara og Lofti Vigni Bjarnasyni bassaleikara en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni Bros. Aðrir meðlimir voru Kristinn Sigþórsson [?], Ægir Þórðarson [?] og Fanney Vigfúsdóttir söngkona. Kristinn og Ægir höfðu áður verið saman í annarri sveit, Venus.

Í upphafi hét sveitin Da capo en fljótlega var nafni hennar breytt í Extra.

Extra spilaði nokkuð á dansleikjum en 1999 hætti Ægir í sveitinni og tók Örn Arnarson við af honum en hann hafði einnig verið í Bros. Ekki löngu síðar hættu þau Kristinn og Fanney líka og síðla árs (1999) hætti sveitin störfum.