Venus [1] (1973)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Venus. Hljómsveitin starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu árið 1973 og mun Róbert Nikulásson hafa verið einn meðlima hennar.

Venus [3] (1977)

Hljómsveitin Venus starfaði í Mosfellssveit árið 1977 en hún var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri og spilaði sveitin m.a. á skólaböllum, tveir þeirra áttu síðar eftir að koma við sögu Gildrunnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Tómasson trommuleikari, Hafþór Hafsteinsson orgelleikari, Þórhallur Árnason gítarleikari og Erlendur Örn Fjeldsted Sturluson bassaleikari.

Venus [4] (1983)

Danshljómsveitin Venus starfaði á Ólafsfirði vorið 1983. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar sem og meðlima- og hljóðfæraskipan.

Venus [5] (um 1995?)

Hljómsveitin Venus mun hafa verið starfrækt á Snæfellsnesi, hugsanlega á Hellissandi um eða eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Kristinn Sigþórsson [?] og Ægir Þórðarson gítarleikari [?] munu hafa verið meðal meðlima en frekari upplýsingar vantar um þessa sveit.

Extra [1] (1998-99)

Hljómsveitin Extra var stofnuð í ársbyrjun 1998 á Hellissandi af þeim Þorkeli Cýrussyni gítarleikara og Lofti Vigni Bjarnasyni bassaleikara en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni Bros. Aðrir meðlimir voru Kristinn Sigþórsson [?], Ægir Þórðarson [?] og Fanney Vigfúsdóttir söngkona. Kristinn og Ægir höfðu áður verið saman í annarri sveit, Venus. Í upphafi hét sveitin…

HLH flokkurinn – Efni á plötum

HLH flokkurinn – Í góðu lagi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 021 / JCD 021 Ár: 1979 / 1989 1. Minkurinn 2. Riddari götunnar 3. Hermína 4. Nesti og nýja skó 5. Ég mun bíða uns þú segir já 6. Kolbrún 7. Þú ert sú eina 8. Lífið yrði dans 9. Seðill 10. Kveðjan (Farinn…