Venus [3] (1977)

Hljómsveitin Venus starfaði í Mosfellssveit árið 1977 en hún var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri, tveir þeirra áttu síðar eftir að koma við sögu Gildrunnar.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Tómasson [?], Hafþór Hafsteinsson [?], Þórhallur Árnason gítarleikari og Erlendur Sturluson [?]. Ekki liggur fyrir nema að litlu leyti hver hljóðfæraskipanin var en bæði Karl og Hafþór spiluðu á trommur svo ekki er ljóst hvor þeirra var trymbill sveitarinnar, eins vantar upplýsingar um Erlend.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.