Afmælisbörn 30. apríl 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Sigfús gaf út fyrir nokkrum árum plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann, sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og má þar nefna…

Afmælisbörn 29. apríl 2019

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og fimm ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2019

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og sjö ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Afmælisbörn 26. apríl 2019

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um níu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sextíu og níu ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks,…

Vígspá – Efni á plötum

Vígspá – Lík 1228 [demo] Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1999 1. Vökvi 2. Upphaf heimsendis 3. Lík 1228 Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Vígspá – Upphaf heimsendis Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1999 1. Hvernig brást ég 2. Engu betri 3. Vökvi 4. Vanlíðan 5. Heimsmynd 6. Upphaf heimsendis…

Vígspá (1999-2003)

Hljómsveitin Vígspá var meðal þeirra fremstu í harðkjarnasenunni sem braust fram með látum í kringum síðustu aldamót, sveitin sendi frá sér fjórar skífur. Stofnun Vígspár átti sér nokkurn aðdraganda en Rúnar Ólafsson trommuleikari, Freyr [?] gítarleikari, Valdi [?] Olsen gítarleikari og Árni Jóhannsson bassaleikari ásamt söngvara höfðu starfað saman frá upphafi árs 1998 undir nafninu…

Vígþryma (1971-73)

Hljómsveitin Vígþryma starfaði í Hafnafirði í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar, og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Vígþrymu voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Jónatan Garðarsson söngvari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari og Svavar Ellertsson trommuleikari. Sveitin fór í gegnum mannabreytingar og tók þá upp nafnið IngiLár áður en hún varð að Laufinu, sem margir þekkja.

Víkingasveitin [2] – Efni á plötum

Víkingasveitin [2] – Víkingaveisla / A viking feast with the Viking band in Fjörukráin Útgefandi: Víkingasveitin og Fjörukráin Útgáfunúmer: VS.CD. 01 Ár: 1994 1. Krummi krunkar úti 2. Á Sprengisandi 3. Hríseyjar-Marta 4. Lifandi er ég 5. Forboðin ást 6. Dufl og dans 7. Suðurnesjamenn 8. Draumferðir 9. Vísur Vatnsenda Rósu 10. Metta mittisnetta 11.…

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…

Víkingar [2] (1994)

Söngsveitin Víkingar hefur starfað í Garði um áratuga skeið og skemmt Suðurnesjabúum með söng. Víkingar, sem reyndar er karlakór mun hafa verið stofnaður í árslok 1994 en hugmyndin að stofnun hans má rekja til útilegu sem nokkrir söngmenn úr Garðinum höfðu verið í fyrir norðan fyrr sama ár, þar sem söngur og gleði hafði ríkt.…

Víkingasveitin [1] (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um ballsveit sem starfaði á Djúpavogi árið 1992 undir nafninu Víkingasveitin, þ.m.t. um meðlimi, starfstíma og annað bitastætt. Þessi sveit er einnig sögð heita Víkingabandið en líklega er fyrrnefnda nafnið réttara.

Víbrar [2] (1991)

Hljómsveitin Víbrar kom úr Hafnarfirði og var starfandi 1991, það vorið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Númi [?] söngvari, Óskar I. Gíslason trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Kórak o.fl.), Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.) og Hákon Sveinsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og hætti störfum fljótlega.

Vitrun (1994)

Hljómsveitin Vitrun úr Mosfellsbæ vakti nokkra athygli með tveimur lögum á safnplötunum Algjört kúl og Ýkt böst vorið 1994. Helgi Már Hübner (sem gengur undir nafninu Hitesh Ceon) starfrækti sveitina og var hún hálfgildings eins manns verkefni en hann fékk sér til liðsinnis aðstoðarfólk þegar þurfti, þannig söng Anna Björk Ólafsdóttir með honum á fyrrnefndu…

Vitringarnir þrír (2001)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Vitringana þrjá. Vitringarnir þrír voru án nokkurs vafa tríó, sem starfaði árið 2001 en meira liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Víkingur (1910-13)

Litlar sem engar heimildir liggja fyrir um lúðrahóp sem bar heitið Víkingur og starfaði í bænum Wynyard undir stjórn Helga Helgason lúðrasveitafrumkvöðuls, en hann bjó á Íslendingaslóðum í Vesturheimi um nokkurra ára skeið. Engar upplýsingar er að finna um stærð sveitarinnar eða hljóðfæraskipan en Helgi mun hafa sett hana á stofn og stjórnað henni, líklega…

Víkingasveitin [3] (2007-)

Innan Lúðrasveitar Stykkishólms eru starfandi nokkrir minni hópar og er Víkingasveitin meðal þeirra. Víkingasveitin var stofnuð árið 2007 og er líklega stofnuð í höfuðið á Víkingi Jóhannssyni sem var fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms, sveitin mun víst innihalda þá sem lengst eru komnir í hljóðfæraleiknum eins og það er orðað og er þá væntanlega í því…

Afmælisbörn 25. apríl 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2019

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er fimmtíu og níu ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar,…

Afmælisbörn 23. apríl 2019

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og eins árs gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Andlát – Atli Heimir Sveinsson (1938-2019)

Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, rúmlega áttræður að aldri. Allir þekkja nafn Atla Heimis og margir verk hans sem eru af afar ólíkum toga, allt frá einföldum söng- og kórlögum sem allir kunna að meta, til ómstríðra nútímaverka sem eru ekki allra. Í flórunni má einnig kenna allt þar á milli, óperur, sinfóníur, kórverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og þriggja ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Vinir vors og blóma [2] – Efni á plötum

Vinir vors og blóma – Æði Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 133 Ár: 1994 1. Bál 2. Læt þau dreyma 3. Æði 4. Frjáls 5. Fjarlægðin 6. Tólin 7. Nál 8. Maður með mönnum 9. Diskóskutlan 10. Gott í kroppinn (læf) 11. Himinn (í minningu Ólafs H. Stefánssonar) Flytjendur: Þorsteinn G. Ólafsson – söngur, raddir og…

Vinir vors og blóma [2] (1993-96 / 2004-13)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma (VVOB) var um þriggja ára skeið ein öflugasta og vinsælasta ballhljómsveit landsins á tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér þrjár breiðskífur á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1993 upp úr Busunum og Testimony soul band co., úr fyrrnefndu sveitinni sem var úr Stykkishólmi komu Þorsteinn Gunnar Ólafsson…

Vinir og vandamenn [2] [tónlistarviðburður] (1981)

Sumarið 1981 voru haldnir tvennir tónleikar í Þjóðleikhúsinu undir yfirskrifinni Vinir og vandamenn en þeir voru haldnir til styrktar MS-félaginu sem þá hélt upp á tíu ára afmæli sitt. Það var tónlistarmaðurinn Karl J. Sighvatsson sem hafði veg og vanda af þessum tónleikum, og fékk tónlistarfólk úr öllum geirum íslensks tónlistarlífs til að koma fram…

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Vinir vors og blóma [1] (1991-92)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki árin 1991 og 92 að minnsta kosti. Fyrir liggur að Fjölnir Ásbjörnsson (að öllum líkindum söngvari) var einn meðlima sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vini vors og blóma frá Sauðárkróki.

Vinir Saddams (?)

Upplýsingar óskast um Vini Saddams, sem að öllum líkindum var dúett sem þeir Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani) og Hlynur Aðils (Strigaskór nr. 42) skipuðu. Hér er óskað staðfestingar þess efnis auk starfstíma og annarra upplýsinga.

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…

Vinir og vandamenn [1] (1966-67)

Veturinn 1966-67 starfaði bítlahljómsveit við Menntaskólann á Laugarvatni og bar hún heitið Vinir og vandamenn, hún mun hafa verið stofnuð upp úr Hröfnum sem einnig starfaði við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Gunnar Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Guðjohnsen trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassasleikari og Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari. Líklega var Sverrir Kristinsson gítarleikari…

Viri Cantantes (1995-2001)

Viri Cantantes var söngkvartett karla skipaður félögum úr Mótettukórnum en kvartettinn starfaði á árunum 1995 og fram yfir aldamótin, til ársins 2001. Í upphafi voru meðlimir Viri Cantantes þeir Heimir Salvar Jónatansson fyrsti tenór, Ólafur E. Rúnarsson annar tenór, Guðjón Halldór Óskarsson fyrsti bassi og Gunnar Jónsson annar bassi, og þannig var hópurinn skipaður fyrsta…

Viral infection (1992)

Fáar heimildir er að hafa um hljómsveitina Viral infection sem spratt upp úr dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin starfaði vorið 1992 að minnsta kosti en allar upplýsingar vantar um þessa sveit, það liggur þó fyrir að Valur Gunnarsson var gítarleikari í henni. Allar frekari upplýsingar óskast um Viral infection.

Vision (1994-2004)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu og bar nafnið Vision. Fyrir liggur að Dave Dunn var söngvari sveitarinnar og gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sem gengu undir nöfnunum Binni Stef (gítarleikari), Limo (bassaleikari) og Valli Jojo (trommuleikari). Ennfremur er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma sveitarinnar en hér…

Viridian green (1993-97)

Hljómsveitin Viridian green (einnig stundum misritað Veridian green) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar með eins konar indí-rokki. Sveitin sem var úr Mosfellsbænum var stofnuð á fyrri hluta ársins 1993 og fór að koma fram um sumarið við nokkra eftirtekt. Meðlimir hennar voru Kristinn Rúnarsson trommuleikari, Sigtryggur [?] gítarleikari, Karl Bjarni Guðmundsson…

Vitlausa bandið (um 1980)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Vitlausa bandið lék eitthvað á dansleikjum í kringum 1980, allavega árið 1982 en þá lék sveitin á balli í Vestmannaeyjum. Líkur eru á að bassaleikari þessarar sveitar hafi verið Gunnar Leó Gíslason en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar og er hér með óskað eftir þeim.

Vit-leysa (2001)

Árið 2001 var starfandi unglingahljómsveit einhvers staðar á Suðurnesjunum undir nafninu Vit-leysa. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim, s.s. nöfnum á meðlimum sveitarinnar, starfstíma og nánari staðsetningu.

Við krefjumst framtíðar [tónlistarviðburður] (1983)

Tónlistarhátíðin Við krefjumst framtíðar var haldin í Laugardalshöllinni, laugardagskvöldið 10. september 1983 en hún var hluti af Friðarhátíð sem þá stóð yfir í Reykjavík. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum komu fram á tónleikunum og meðal hljómsveita má nefna Vonbrigði, Egó, Kukl og Ikarus, Megas söng með síðast töldu sveitinni en hann hafði þá ekki komið fram…

VIS-A-VIS (1984-85)

Vísnakvartettinn VIS-A-VIS var sönghópur fremur en hljómsveit sem starfaði í Osló á árunum 1984 og 85 að minnsta kosti. VIS-A-VIS skipuðu þrír Íslendingar, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna Pálína Árnadóttir og Guðrún Gunnarsdóttir, auk Norðmannsins Geir-Atle Johnsen sem eitthvað hafði starfað hér á landi. Hópurinn kom fram víða um Noreg en einnig á vísnahátíðum í Finnlandi…

Afmælisbörn 21. apríl 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fjörutíu og átta ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 19. apríl 2019

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og eins árs gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og eins árs gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2019

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og átta ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Afmælisbörn 16. apríl 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og átta ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…

Afmælisbörn 15. apríl 2019

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Róbert Þórhallsson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar laugardaginn 13. apríl. Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með…

Afmælisbörn 14. apríl 2019

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2019

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru fimm í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og fimm ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Afmælisbörn 12. apríl 2019

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Vilhjálmur Vilhjálmsson, Vinir Dóra og fleiri bætast í hópinn

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar sem aldrei fyrr og inniheldur nú upplýsingar um 2900 hljómsveitir, tónlistarkonur/menn, kóra, útgefendur, tónlistartengda viðburði og staði, lúðrasveitir o.s.frv. Lesendur eru duglegir að miðla upplýsingum, viðbótum, leiðréttingum og myndefni til síðunnar og er þeim færðar kærar þakkir fyrir það. Undanfarna mánuði hefur verið unnið við og bætt við bókstafina „V“ og „B“…

Vinir Dóra – Efni á plötum

Vinir Dóra – Lifandi blús [snælda] Útgefandi: Blúsútgáfan Útgáfunúmer: Blúsútgáfan 001 Ár: 1990 1. Going down 2. Some people say 3. Mistreated 4. Boogie for love 5. Love is blind 6. Go to go 7. Stormy monday 8. Rambling 9. The blues aint nothing 10. Caress me baby Flytjendur: Halldór Bragason – gítar og söngur…