Viri Cantantes (1995-2001)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um söngkvartettinn Viri Cantantes sem starfaði eftir því sem heimildir herma á árunum 1995 til 2001, kvartettinn sem skipaður var körlum var hugsanlega starfandi innan Mótettukórsins en óskað er staðfestingar á því.

Guðjón Halldór Óskarsson (kórstjórnandi og organisti) var einn meðlima Viri Cantantes en upplýsingar vantar um aðra þá sem skipuðu kvartettinn.

Viri Cantantes bregður fyrir á plötunni Heyrði ég í hamrinum en sú plata hafði að geyma lög eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Bjálmholti.