Vinir vors og blóma [2] – Efni á plötum

Vinir vors og blóma – Æði Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 133 Ár: 1994 1. Bál 2. Læt þau dreyma 3. Æði 4. Frjáls 5. Fjarlægðin 6. Tólin 7. Nál 8. Maður með mönnum 9. Diskóskutlan 10. Gott í kroppinn (læf) 11. Himinn (í minningu Ólafs H. Stefánssonar) Flytjendur: Þorsteinn G. Ólafsson – söngur, raddir og…

Vinir vors og blóma [2] (1993-96 / 2004-13)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma (VVOB) var um þriggja ára skeið ein öflugasta og vinsælasta ballhljómsveit landsins á tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér þrjár breiðskífur á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1993 upp úr Busunum og Testimony soul band co., úr fyrrnefndu sveitinni sem var úr Stykkishólmi komu Þorsteinn Gunnar Ólafsson…

Vinir og vandamenn [2] [tónlistarviðburður] (1981)

Sumarið 1981 voru haldnir tvennir tónleikar í Þjóðleikhúsinu undir yfirskrifinni Vinir og vandamenn en þeir voru haldnir til styrktar MS-félaginu sem þá hélt upp á tíu ára afmæli sitt. Það var tónlistarmaðurinn Karl J. Sighvatsson sem hafði veg og vanda af þessum tónleikum, og fékk tónlistarfólk úr öllum geirum íslensks tónlistarlífs til að koma fram…

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Vinir vors og blóma [1] (1991-92)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki árin 1991 og 92 að minnsta kosti. Fyrir liggur að Fjölnir Ásbjörnsson (að öllum líkindum söngvari) var einn meðlima sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vini vors og blóma frá Sauðárkróki.

Vinir Saddams (?)

Upplýsingar óskast um Vini Saddams, sem að öllum líkindum var dúett sem þeir Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani) og Hlynur Aðils (Strigaskór nr. 42) skipuðu. Hér er óskað staðfestingar þess efnis auk starfstíma og annarra upplýsinga.

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…

Vinir og vandamenn [1] (1966-67)

Veturinn 1966-67 starfaði bítlahljómsveit við Menntaskólann á Laugarvatni og bar hún heitið Vinir og vandamenn, hún mun hafa verið stofnuð upp úr Hröfnum sem einnig starfaði við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Gunnar Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Guðjohnsen trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassasleikari og Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari. Líklega var Sverrir Kristinsson gítarleikari…

Viri Cantantes (1995-2001)

Viri Cantantes var söngkvartett karla skipaður félögum úr Mótettukórnum en kvartettinn starfaði á árunum 1995 og fram yfir aldamótin, til ársins 2001. Í upphafi voru meðlimir Viri Cantantes þeir Heimir Salvar Jónatansson fyrsti tenór, Ólafur E. Rúnarsson annar tenór, Guðjón Halldór Óskarsson fyrsti bassi og Gunnar Jónsson annar bassi, og þannig var hópurinn skipaður fyrsta…

Viral infection (1992)

Fáar heimildir er að hafa um hljómsveitina Viral infection sem spratt upp úr dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin starfaði vorið 1992 að minnsta kosti en allar upplýsingar vantar um þessa sveit, það liggur þó fyrir að Valur Gunnarsson var gítarleikari í henni. Allar frekari upplýsingar óskast um Viral infection.

Vision (1994-2004)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu og bar nafnið Vision. Fyrir liggur að Dave Dunn var söngvari sveitarinnar og gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sem gengu undir nöfnunum Binni Stef (gítarleikari), Limo (bassaleikari) og Valli Jojo (trommuleikari). Ennfremur er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma sveitarinnar en hér…

Viridian green (1993-97)

Hljómsveitin Viridian green (einnig stundum misritað Veridian green) vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar með eins konar indí-rokki. Sveitin sem var úr Mosfellsbænum var stofnuð á fyrri hluta ársins 1993 og fór að koma fram um sumarið við nokkra eftirtekt. Meðlimir hennar voru Kristinn Rúnarsson trommuleikari, Sigtryggur [?] gítarleikari, Karl Bjarni Guðmundsson…

Vitlausa bandið (um 1980)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Vitlausa bandið lék eitthvað á dansleikjum í kringum 1980, allavega árið 1982 en þá lék sveitin á balli í Vestmannaeyjum. Líkur eru á að bassaleikari þessarar sveitar hafi verið Gunnar Leó Gíslason en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar og er hér með óskað eftir þeim.

Vit-leysa (2001)

Árið 2001 var starfandi unglingahljómsveit einhvers staðar á Suðurnesjunum undir nafninu Vit-leysa. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim, s.s. nöfnum á meðlimum sveitarinnar, starfstíma og nánari staðsetningu.

Við krefjumst framtíðar [tónlistarviðburður] (1983)

Tónlistarhátíðin Við krefjumst framtíðar var haldin í Laugardalshöllinni, laugardagskvöldið 10. september 1983 en hún var hluti af Friðarhátíð sem þá stóð yfir í Reykjavík. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum komu fram á tónleikunum og meðal hljómsveita má nefna Vonbrigði, Egó, Kukl og Ikarus, Megas söng með síðast töldu sveitinni en hann hafði þá ekki komið fram…

VIS-A-VIS (1984-85)

Vísnakvartettinn VIS-A-VIS var sönghópur fremur en hljómsveit sem starfaði í Osló á árunum 1984 og 85 að minnsta kosti. VIS-A-VIS skipuðu þrír Íslendingar, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anna Pálína Árnadóttir og Guðrún Gunnarsdóttir, auk Norðmannsins Geir-Atle Johnsen sem eitthvað hafði starfað hér á landi. Hópurinn kom fram víða um Noreg en einnig á vísnahátíðum í Finnlandi…

Afmælisbörn 21. apríl 2019

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fjörutíu og átta ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…