Hljómsveit sem gekk undir nafninu Vitlausa bandið lék eitthvað á dansleikjum í kringum 1980, allavega árið 1982 en þá lék sveitin á balli í Vestmannaeyjum.
Líkur eru á að bassaleikari þessarar sveitar hafi verið Gunnar Leó Gíslason en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar og er hér með óskað eftir þeim.