Vilhjálmur Vilhjálmsson (1945-78)

Vilhjálmur Vilhjálmsson (Villi Vill) er án nokkurs vafa einn ástsælasti söngvari Íslands fyrr og síðar og frægðarsól hans skín jafn skært í dag og þegar söngferill hans stóð sem hæst. Tónlistarferill Vilhjálms stóð þó aðeins í um fimmtán ár og mætti skipta honum í tvennt með nokkurra ára hléi, annars vegar tímabilið frá 1962 til…

Vilhjálmur Vilhjálmsson – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur: Ingimar Eydal – cembalett og melódika Vilhjálmur Vilhjálmsson – bassi, raddir og söngur Þorvaldur Halldórsson – gítar, söngur og raddir Grétar Ingvarsson – gítar Hjalti Hjaltason –…

Viktoria Spans – Efni á plötum

Viktoria Spans – Zingt muzikale hartewensen / Wensen van vele mensen Útgefandi: CBS / CBS Útgáfunúmer: CBS 51226 / CBS C 157/5 Ár: 1970 / [engar upplýsingar ] 1. Ombra mai fu 2. Ce faro senza euridice 3. Arioso „Dank sei dir, Herr“ 4. Bist du bei mir 5. Nymphs and shepherds, come away 6.…

Viktoria Spans (1943-)

Hin hálf íslenska söngkona Viktoria Spans var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi þótt hún kæmi hingað stundum til tónleikahalds, ein plata kom út með henni hér heima en þrjár í Hollandi. Viktoria fæddist hér á landi 1943, barn íslenskrar móður og hollensks föður. Þegar hún var fjögurra ára gömul fluttist fjölskyldan til Utrecht í Hollandi…

Vilhjálmur Guðjónsson [2] (1953-)

Vilhjálmur Guðjónsson er einn af þeim þúsundþjalasmiðum þegar kemur að íslenskri tónlist en hann leikur á fjölda hljóðfæra, kennir tónlist, útsetur, semur, tekur upp og kemur í stuttu máli sagt að öllum þeim þáttum sem viðkemur tónlistarflutningi. Vilhjálmur Hreinn Guðjónsson fæddist árið 1953 og var um fermingu þegar hann hóf að leika með hljómsveitum. Sú…

Vilhjálmur Guðjónsson [1] (1917-77)

Vilhjálmur Guðjónsson klarinettu- og saxófónleikari var einn af frumkvöðlum dægurlaga- og djasstónlistar á Íslandi, hann lék með fjölda hljómsveita á sínum ferli og m.a. með Sinfóníuhljómsveit frá stofnun hennar og til andláts, starfaði við tónlistarkennslu og -útbreiðslu auk þess að vinna að félagsmálum tónlistarmanna innan FÍH. Vilhjálmur fæddist í Vík í Mýrdal haustið 1917 en…

Vilhjálmur frá Skáholti – Efni á plötum

Vilhjálmur frá Skáholti – Upplestur úr eigin verkum [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GCEP 57 Ár: 1960 1. Bæn 2. Herbergið mitt 3. Jesús Kristur og ég 4. Tvö vegalaus börn 5. Þá uxu blóm 6. Þorsti 7. Ökuljóð Flytjendur: Vilhjálmur frá Skáholti – upplestur

Vilhjálmur frá Skáholti (1907-63)

Skáldið Vilhjálmur frá Skáholti (stundum ranglega sagður vera frá Skálholti) telst seint til tónlistarmanna og verður kannski minnst um aldur og ævi sem drykkfellds skálds, ljóð eftir hann eru þó samtvinnuð nokkrum vinsælum sönglögum sem flestir kannast ennþá við í dag. Auk þess kom út lítil hljómplata með upplestri hans á ljóðum. Vilhjálmur hét fullu…

Villi Valli (1930-)

Villi Valli er líkast til einn þekktasti tónlistarmaður Vestfjarða, hann starfrækti fjölda sveita um og eftir miðja síðustu öld og sendi frá sér tvær plötur eftir sjötugt. Villi Valli sem heitir fullu nafni Vilberg Valdal Vilbergsson er fæddur á Flateyri vorið 1930 og hefur alið manninn nánast alla sína tíð fyrir vestan. Á æskuárum sínum…

Villikettirnir [1] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir. Hallbjörn Hjartarson og Reynir Sigurðsson voru meðal meðlima en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Villi Valli – Efni á plötum

Villi Valli – Villi Valli Útgefandi: Vilberg Valdal Vilbergsson Útgáfunúmer: VVV cd01 Ár: 2000 1. 3. des 2. Kvöld 3. Eitt kvöld í París 4. 9. febrúar 5. Ljúfsár (Ég er feimið fjall) 6. Septembersamba 7. Sveitaball 8. Ljúfsár (Leikið) 9. Takk fyrir lánið 10. Við uppvaskið 11. Sendlingarnir 12. Vals í F 13. Tilraun…

Villingarnir [1] (1988-89)

Hljómsveitin Villingarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið og lék dansleikjavænt rokk en sveitin gerði út á ballspilamennsku. Sveitin var líkast til stofnuð vorið 1988 og voru meðlimir hennar þeir Eiríkur Hauksson söngvari, Jakob Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Um haustið fluttist Eiríkur til Noregs og virðist…

Villta vestrið [1] (2000)

Hljómsveitin Villta vestrið starfaði í nokkra mánuði á fyrri hluta ársins 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Matthías Stefánsson [fiðluleikari?], Ólafur [Kristjánsson?] [bassaleikari?], Helgi Víkingsson [trommuleikari?] og Arnar Freyr [Gunnarsson?] [söngvari? og gítarleikari?]. Þessi sveit spilaði að öllum líkindum kántrítónlist. Allar staðfestingar og frekari upplýsingar um sveitina má senda Glatkistunni.

Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.

Afmælisbörn 4. apríl 2019

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…