Villingarnir [1] (1988-89)

Villingarnir

Hljómsveitin Villingarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið og lék dansleikjavænt rokk en sveitin gerði út á ballspilamennsku.

Sveitin var líkast til stofnuð vorið 1988 og voru meðlimir hennar þeir Eiríkur Hauksson söngvari, Jakob Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Um haustið fluttist Eiríkur til Noregs og virðist sem Villingarnir hafi þá lagst í kör um tíma, hún var þó endurvakin með Jóhannes Eiðsson sem söngvara og þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Bjartar nætur sumarið 1989.

Villingarnir hættu störfum um mitt sumar 1989.