Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Smass (1996-97)

Hljómsveit, að öllum líkindum í rokkaðri kantinum starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1996-97 undir nafninu Smass, og kom þá fram og lék í Rósenberg kjallaranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Ingvar Lundberg Jónsson hljómborðsleikari, Ríkharður Flemming Jensen trommuleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari.

Sköllótt mús (1987-90)

Hljómsveit með því undarlega nafni Sköllótt mús starfaði um skeið á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega ábreiðutónlist á pöbbum höfuðborgarsvæðisins en hún var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum – öllu þekktari sveit, Loðin rotta varð til upp úr Sköllóttu músinni. Upphaf Sköllóttrar músar má líklega rekja til ársins 1987 fremur en 1988…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Sigtryggur dyravörður (1993-94)

Hljómsveitin Sigtryggur dyravörður starfaði á annað ár undir lok síðustu aldar, spilaði mikið á þeim tíma og sendi frá sér eina plötu sem hlaut ágætar viðtökur. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiður Alfreðsson bassaleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Nafn sveitarinnar…

Íslenskur aðall (1990-91)

Íslenskur aðall var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði í nokkrar vikur veturinn 1990-91 og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð um haustið 1990 og voru meðlimir hennar þeir Magnús Stefánsson trommuleikari, Jóhannes Eiðsson söngvari, Bergur Heiðar Hinriksson bassaleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Strax eftir áramótin hafði hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson bæst í hópinn en sveitin…

Grafík (1981-)

Hljómsveitin Grafík frá Ísafirði er líklega þekktasta hljómsveit Vestfjarða en sveitin gaf út fimm ólíkar plötur sem allar fengu prýðilega dóma, hún ól jafnframt af sér tvo af þekktustu söngvurum íslenskrar poppsögu og tveir meðlimir hennar í viðbót hafa sent frá sér fjölda sólóplatna. Stofnun sveitarinnar átti sér nokkurn aðdraganda en flestir meðlimir hennar höfðu…

Villingarnir [1] (1988-89)

Hljómsveitin Villingarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið og lék dansleikjavænt rokk en sveitin gerði út á ballspilamennsku. Sveitin var líkast til stofnuð vorið 1988 og voru meðlimir hennar þeir Eiríkur Hauksson söngvari, Jakob Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Um haustið fluttist Eiríkur til Noregs og virðist…

Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Centaur (1982-)

Hljómsveitin Centaur var stofnuð vorið 1982 og sóttu meðlimir sveitarinnar nafn hennar til grísku goðafræðinnar en kentár (Centaur) er hálfur maður og hálfur hestur. Sveitin sem spilaði lengi vel þungarokk, var söngvaralaus í upphafi en var skipuð þeim Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jóni Óskari Gíslasyni gítarleikara, Hlöðver Ellertssyni bassaleikara og Benedikt Sigurðssyni gítarleikara en þeir tveir…

Gypsy [2] (1985-88)

Þungarokkshljómsveitin Gypsy sigraði Músíktilraunakeppni Tónabæjar 1985 en hún var stofnuð í upphafi þess sama árs. Sveitin var nokkuð áberandi í tónlistarlífi Íslendinga meðan hún starfaði, spilaði töluvert mikið en ekkert efni liggur þó útgefið eftir hana. Meðlimir sveitarinnar voru Heimir Sverrisson bassaleikari, Hallur Ingólfsson trommuleikari (XIII, Ham o.fl.), Jón Ari Ingólfsson gítarleikari, Ingólfur Geirdal Ragnarsson…