Vilhjálmur Vilhjálmsson, Vinir Dóra og fleiri bætast í hópinn

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar sem aldrei fyrr og inniheldur nú upplýsingar um 2900 hljómsveitir, tónlistarkonur/menn, kóra, útgefendur, tónlistartengda viðburði og staði, lúðrasveitir o.s.frv. Lesendur eru duglegir að miðla upplýsingum, viðbótum, leiðréttingum og myndefni til síðunnar og er þeim færðar kærar þakkir fyrir það. Undanfarna mánuði hefur verið unnið við og bætt við bókstafina „V“ og „B“…

Vinir Dóra – Efni á plötum

Vinir Dóra – Lifandi blús [snælda] Útgefandi: Blúsútgáfan Útgáfunúmer: Blúsútgáfan 001 Ár: 1990 1. Going down 2. Some people say 3. Mistreated 4. Boogie for love 5. Love is blind 6. Go to go 7. Stormy monday 8. Rambling 9. The blues aint nothing 10. Caress me baby Flytjendur: Halldór Bragason – gítar og söngur…

Vinir Dóra (1989-)

Blússveitin Vinir Dóra hefur starfað síðan í blúsvakningu þeirri sem varð hér á landi í kringum 1990. Sveitin hefur haldið hundruð tónleika í gegnum tíðina hér heima og erlendis, fengið til samstarfs við sig fjölda annarra tónlistarmanna og sent frá sér nokkrar plötur. Hálfgildings tilviljun var þess valdandi að sveitin varð til en hún var…

Vindva mei (1994-)

Vindva mei er þekkt nafn í raftónlistargeiranum og mun jafnvel vera skilgreind sem gjörningasveit en hefur eðlilega ekki náð hylli almennt í tónlistarheiminum enda tónlist sveitarinnar fremur óaðgengileg þeim sem vilja hefðbundnar þriggja mínútna melódíur. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 á Akureyri af þremenningum sem höfðu starfað í sveitum eins og Daman og hérinn og…

Vindlar faraós (1989-90)

Hljómsveitin Vindlar faraós lék djassskotinn blús og lék opinberlega í fjölmörg skipti árið 1990. Sveitin, sem hefur augljósa skírskotun í bækurnar um Tinna, var stofnuð haustið 1989 en kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en vorið eftir, meðlimir voru í upphafi Skúli Thoroddsen saxófón- og flautuleikari, Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari, Ludvig Forberg hljómborðsleikari, Árni Björnsson…

Vinabandið [2] – Efni á plötum

Vinabandið – Heima í stofu Útgefandi: Eyrað Útgáfunúmer: EYRAD005 Ár: 2000 1. Ljósbrá 2. Anna í Hlíð (Sioux city Sue) 3. Æskuminning 4. Suður um höfin (South of the border) 5. Á hörpunnar óma 6. Blíðasti blær 7. Í bljúgri bæn (Banks of Ohio) 8. Enga ég augum leit 9. Blítt og létt 10. Undir…

Vinir Dóra Gunn

Hér er óskað upplýsinga um hljómsveit sem bar heitið Vinir Dóra Gunn, og var starfandi árið 1998 að minnsta kosti. Í blaðagrein kom fram að Gísli Pálsson væri einn meðlima hennar en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit. Allar líkur eru á að um eins konar áhugamannaklúbb miðaldra karlmanna hafi verið um að ræða.

Vindva mei – Efni á plötum

Vindva Mei – Norður / Niður [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Vindva mei – Are flowers evil? [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: 1996 Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]           Vindva Mei…

Vinabandið [1] (1996)

Árið 1996 starfaði hljómsveit eða sönghópur innan hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum undir nafninu Vinabandið. Meðlimir Vinabandsins voru þau Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson og Högni Hilmisson en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um það, þ.e. hvort um hljómsveit eða sönghóp var að ræða, og hver hljóðfæraskipan þeirra var ef um var að ræða hljómsveit. Óskað er því…

Vin K (1991-93)

Hljómsveitin Vin K starfaði um tveggja ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar og lék það sem skilgreint var sem pönkaður blús, sveitin starfaði með hléum en var mjög virk þess á milli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Mike Pollock söngvari og gítarleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, þeir félagar fengu stundum Jens Hansson…

Vilmundur í snörunni (um 1990)

Hljómsveit sem bar heitið Vilmundur í snörunni starfaði á síðari hluta níunda áratugar síðustur aldar, líklega alveg um 1990. Afar litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit sem óneitanlega hlýtur að teljast meðal ósmekklegustu í íslenskri tónlist hvað nafngift varðar, fyrir liggur þó fyrir að gítarleikarinn Þorgils Björgvinsson (Sniglabandið o.m.fl.) var meðal meðlima hennar.…

Villtir snyrtipinnar (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Villtir snyrtipinnar. Ekki liggur fyrir hvenær þessi sveit starfaði, hversu lengi eða hverjir skipuðu hana en allt slíkt væri vel þegið.

Villi, Alli og Halli (1974-76)

Litlar upplýsingar er að finna um húsvíska tríóið Villa, Alla og Halla sem víst er að starfaði vorið 1976, önnur heimild segir að þeir hafi einnig spilað 1974. Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari mun vera Alli en ekki liggja fyrir upplýsingar um hina tvo, hér með er óskað eftir þeim sem og öðru bitastæðu um þetta norðlenska…

Vinabandið [2] (1996-2013)

Hljómsveitin Vinabandið starfaði í Breiðholti um fjöllangt skeið um og eftir aldamót og skemmti eldri borgurum og öðrum víða um Reykjavík og nágrenni með gömlum slögurum úr ýmsum áttum, meðlimir voru allir í eldri kantinum á sjötugs- og áttræðisaldri. Vinabandið mun hafa byrjað í kringum starf eldri borgara í Gerðubergi líklega árið 1996 en sveitin…

Afmælisbörn 11. apríl 2019

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og þriggja ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…