Villi, Alli og Halli (1974-76)

Villi, Alli og Halli

Litlar upplýsingar er að finna um húsvíska tríóið Villa, Alla og Halla sem víst er að starfaði vorið 1976, önnur heimild segir að þeir hafi einnig spilað 1974.

Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari mun vera Alli en ekki liggja fyrir upplýsingar um hina tvo, hér með er óskað eftir þeim sem og öðru bitastæðu um þetta norðlenska tríó.