Afmælisbörn 31. maí 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Woofer – Efni á plötum

Woofer – Táfýla [ep] Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: RRCD 9701 Ár: 1997 1. Táfýla 2. Ég vildi geta 3. Hann Flytjendur: Hildur Guðnadóttir – söngur Egill Örn Rafnsson – trommur Kristinn Alfreð Sigurðsson – gítar  Ómar Freyr Kristjánsson – bassi Oddur Snær Magnússon – hljómborð Woofer – Woofer Útgefandi: R&R músík  Útgáfunúmer: RRCD 9702 Ár:…

Woofer (1997-98)

Hafnfirska hljómsveitin Woofer vakti nokkra athygli rétt fyrir aldamótin síðustu en sveitin sendi þá á skömmum tíma frá sér smáskífu og breiðskífu, sveitin ól af sér tónlistarfólk sem síðan hefur staðið í fremstu röð. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1997 í Hafnarfirði en hlaut ekki nafn fyrr en rétt áður en hún sté á svið…

Winston light orchestra (1986)

Hljómsveitin Winston light orchestra frá Akranesi kom fram í nokkur skipti snemma árs 1986 eða þar til sveitin breytti nafni sínu í Þema um vorið og keppti undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar, og komst reyndar í úrslit keppninnar. Meðlimir Þemu voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari…

Winnie the pooh (1994)

Hljómsveitin Winnie the pooh (sem á sér augljósa skírskotun í sögupersónuna Bangsímon) starfaði í Vestmannaeyjum árið 1994, líklega var um fremur skammlífa sveit að ræða. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 og voru meðlimir hennar þá Árni Hafsteinsson söngvari, Magnús Elvar Viktorsson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jóhann Ágúst Tórshamar bassaleikari, Sigurgeir Viktorsson trommuleikari og…

Whalers (2004-)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Whalers sem starfandi er innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fyrir liggur að sveitin var starfandi innan veggja skólans á árunum 2004 til 06 en einnig kom hún fram árið 2016. Engar upplýsingar er að finna um hvort starfsemi Whalers hefur verið samfelld en hún mun hafa verið skipuð kennurum og…

West Winnipeg band (1907-12)

Snemma á tuttugustu öldinni starfaði lúðrasveit á Íslendingaslóðum í Kanada og var hún skipuð Íslendingum einvörðungu. Sveitin sem bar heitið West Winnipeg band (einnig West Winnipeg Icelandic band) mun hafa starfað um fimm ára skeið og hér er giskað á að hún hafi verið stofnuð 1907 og því starfað til 1912. Fyrir liggur að sveitin…

Weland (2004-05)

Hljómsveitin Weland frá Akureyri og Dalvík tók þátt í Músíktilraunum árið 2005 en sveitin hafði verið stofnuð haustið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallgrímur Ingi Vignisson trommuleikari, Árni Sigurgeirsson söngvari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Magnús Hilmar Felixson bassaleikari. Árni söngvari hafði komið inn síðastur en áður höfðu þeir félagar leikið instrumentak. Weland komst ekki…

Weghevyll (1994-95)

Hljómsveitin Weghevyll (ýmis konar ritháttur fylgdi nafni sveitarinnar s.s. Weghefill, Veghevyll, Weghefyll o.s.frv.) starfaði á árunum 1994 og 95 er hún keppti í tvígang í Músíktilraunum Tónbæjar, sveitin var af höfuðborgarsvæðinu. Vorið 1994 voru meðlimir sveitarinnar þeir Birkir Rúnar Gunnarsson trommuleikari, Ólafur Páll Jónsson bassaleikari, Þór Marteinsson gítarleikari, Ágúst Arnar Einarsson gítarleikari og Gunnar Ingi…

Wonderhammondsveitin Ísbráð (1999)

Sumarið og haustið 1999 fór Wonderhammondsveitin Ísbráð um landið með tónleika og lék fönkdjasstónlist, m.a. eftir Stevie Wonder. Meðlimir Ísbráðar voru þeir Einar Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Birgir Baldursson leysti Einar af hólmi þegar haustaði.

Wizzie-Wozzie jazzband (1977)

Litlar og fáar heimildir er að hafa um Wizzie-Wozzie jazzbandið (Wizzy-Wozzy jazzband) en það starfaði árið 1977. Fyrir liggur þó að Kjartan Ólafsson (síðar tónskáld) lék með sveitinni, hugsanlega á hljómborð en aðrir meðlimir hennar voru Eggert Pálsson [?], Tómas [?] Gröndal og Axel [?] trommuleikari. Frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.

Wonderplugs (1992-2000)

Hljómsveitin Wonderplugs (sem einnig gekk undir nafninu Undratappar) starfaði í Keflavík af því er virðist í næstum áratug. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 og ári síðar áttu þeir félagar lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993, um það leyti voru meðlimir hennar Halldór Jón Jóhannsson söngvari, Jens Eiríksson gítarleikari, Magnús Einarsson bassaleikari og Kristinn…

Afmælisbörn 30. maí 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og fimm ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2019

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er þrítugur á þessum degi og á því stórafmæli dagsins. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Afmælisbörn 28. maí 2019

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötugur á þessum degi og á því stórafmæli. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum…

Afmælisbörn 27. maí 2019

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og níu ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann…

Afmælisbörn 25. maí 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og eins árs gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2019

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og eins árs afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

VSOP [3] (1999)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) var starfandi haustið 1999 en hún kom þá fyrst fram, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar sem mun hafa verið í rokkaðri kantinum, voru Haraldur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari.

VSOP kvartettinn (2003)

VSOP kvartettinn starfaði árið 2003 og eru allar líkur á að um hafi verið að ræða söngkvartett. Ágúst Atli Jakobsson var einn meðlima kvartettsins en upplýsingar skortir um aðra VSOP-liða og er því óskað eftir þeim.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Væringjar (1990-91)

Hljómsveitin Væringjar starfaði á Kirkjubæjarklaustri í upphafi síðasta áratugar 20. aldarinnar og lék þá mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð. Sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Hope og Volvo og gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar en meðlimir undir Væringjanafninu voru þeir Hjörtur Freyr Vigfússon, Jón Geir Birgisson, Frosti Jónsson og Valdimar Steinar Einarsson, engar upplýsingar finnast…

Vuca (1996-98)

Raftónlistarmaðurinn Árni Valur Axfjörð starfaði seint á síðustu öld undir nafninu Vuca (Vuca (9)) og kom margsinnis fram með ambient tónlist sína á tónleikum á árunum 1996-98. Ekkert virðist liggja útgefið með Vuca.

Wanted (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi einhverju sinni undir nafninu Wanted. Heimildir herma að Eiríkur Hauksson hafi verið meðal meðlima hennar en engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit. Hér með er óskað eftir slíkum upplýsingum.

Völuspá (1992)

Hljómsveitin Völuspá starfaði í nokkra mánuði árið 1992 og lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins, mest þó líklega í Hafnarfirði. Meðlimir Völuspár voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Ágúst Atlason gítarleikari. Sá síðast taldi hætti fljótlega í sveitinni en hinir störfuðu saman fram á haustið, sveitin hafði þá starfað…

Wax (2007)

Upplýsingar um flytjanda/hljómsveit sem gekk undir nafninu Wax eru mjög af skornum skammti. Wax átti lag á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Astrópíu en þar með er það upp talið og því er óskað hér eftir öllum tiltækum upplýsingum um þennan flytjanda.

Watt (1986)

Þungarokksveitin Watt keppti vorið 1986 í Músíktilraunum Tónabæjar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan en sveitin starfaði líklega aðeins þetta eina ár. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Watt.

Waap (1988)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Waap og starfaði árið 1988, um starfstíma hennar, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli. Eins gæti verið að um sömu sveit sé að ræða og gekk undir nafninu Wapp.

Afmælisbörn 23. maí 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni hefði orðið sextíu og fimm ára gamall í dag en hann lést á síðasta ári. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann plokkaði bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju,…

Afmælisbörn 22. maí 2019

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextug í dag og á því stórafmæli. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2019

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextugur í dag og á því stórafmæli. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið…

Afmælisbörn 19. maí 2019

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og þriggja  gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London í…

Afmælisbörn 18. maí 2019

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og tveggja ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2019

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og níu ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Vorboðinn (1947-)

Vorboðinn er líkast til með elstu starfandi kórum á landsbyggðinni en ekki liggur þó fyrir hvort hann hefur starfað samfleytt allan tímann frá árinu 1947 þegar hann var settur á laggirnar. Kórinn var reyndar ekki stofnaður formlega fyrr en í janúar 1948 en aðal hvatamenn að stofnun hans voru hjónin Magnús Rögnvaldsson og Elísabet Guðmundsdóttir…

Vorboðakórinn – Efni á plötum

Vorboðakórinn – Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Vorboðakórinn – Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2003 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Vorboðakórinn (1995-)

Vorboðakórinn (einnig nefndur Vorboðar / Vorboðinn) er kór eldri borgara á Siglufirði. Kórinn var stofnaður árið 1995 og hefur verið ómissandi hluti starfs eldri borgara á staðnum, en hann syngur við fjölmörg tækifæri ár hvert í heimabyggð. Sturlaugur Kristjánsson hefur stjórnað kórnum mörg undanfarin ár en ekki liggur fyrir hvort hann hefur gert það frá…

Vorboðinn – Efni á plötum

Vor í Dölum – ýmsir Útgefandi: Tónlistarfélag Dalamanna Útgáfunúmer: TD 001 Ár: 1983 1. Janúarkvartettinn – Vor í Dölum 2. Kirkjukórar Staðarhólskirkju, Skarðskirkju, Dagverðarnesskirkju, Staðarfellskirkju og Hvammskirkju – Söngheilsan 3. Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu – El relicario 4. Vorboðinn – Vorið góða 5. Karlakórinn Hljómur – Húmar að kveldi 6. Vorboðinn – Himnafaðir hér 7. Kirkjukórar…

Vormenn Íslands [3] (1994)

Árið 1994 starfaði kór undir nafninu Vormenn Íslands að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu, og söng a.m.k. einu sinni í guðsþjónustu við Fríkirkjuna í Reykjavík. Óskað er eftir upplýsingum um þennan kór.

Vormenn Íslands [2] (1987)

Vormenn Íslands slógu í gegn vorið 1987 með gamla Lúdó & Stefán slagaranum Átján rauðar rósir, sem kom út á safnplötunni Lífið er lag en sú plata hafði einnig nokkur Eurovision lög úr undankeppninni hér heima. Vormenn Íslands mun ekki hafa verið starfandi sem hljómsveit heldur var verkefnið einvörðungu unnið með útgáfu lagsins í huga,…

Vormenn Íslands [1] (1982-88)

Á árunum 1982-88 starfaði spunasveit ungra tónlistarmanna undir nafninu Vormenn Íslands en þeir félagar urðu síðar hver um sig þekktari á öðrum sviðum tónlistarinnar. Vormenn Íslands voru líklega alla tíð þeir Birgir Baldursson slagverksleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Sigurður I. Björnsson gítarleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari sem einnig lék á bassa og önnur strengjahljóðfæri. Þeir félagar…

Vorboðar (1985-)

Í Mosfellsbæ hefur verið starfandi blandaður kór eldri borgara um árabil undir nafninu Vorboðar, einnig stundum nefndur Vorboðinn. Tvennar sögur fara af því hvenær kórinn var stofnaður, heimildir segja ýmist 1989 eða 90 en líklega er fyrrnefnda ártalið réttara. Í upphafi voru um tuttugu manns í Vorboðanum en hann skipa líklega hin síðari ár um…

VSOP [2] (1996)

Sönghópur var starfandi árið 1996 undir nafninu VSOP (V.S.O.P.) og er líklegra en ekki að hann hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu, enda kom hann fram á samkomu á Vopnafirði. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan sönghóp.

VSOP [1] (1994)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) starfaði í Vestmannaeyjum haustið 1994 en hún var stofnuð um það leyti. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfað eða hverjir skipuðu hana en allar upplýsingar þess eðlis eru vel þegnar.

Vormenn Íslands [4] (2001-06)

Snemma á öldinni voru tónleikar auglýstir undir yfirskriftinni Vormenn Íslands. Þar var um tvenns konar verkefni að ræða – annars vegar var það veturinn 2001 til 02 að tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jón Rúnar Arason auk Ólafs Kjartans Sigurðssonar baritónsöngvara komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nokkur skipti í Háskólabíói og sungu ýmsar þekktar…

Afmælisbörn 16. maí 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og eins árs á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar hefur…