Vorboðakórinn (1995-)

Vorboðakórinn

Vorboðakórinn (einnig nefndur Vorboðar / Vorboðinn) er kór eldri borgara á Siglufirði.

Kórinn var stofnaður árið 1995 og hefur verið ómissandi hluti starfs eldri borgara á staðnum, en hann syngur við fjölmörg tækifæri ár hvert í heimabyggð. Sturlaugur Kristjánsson hefur stjórnað kórnum mörg undanfarin ár en ekki liggur fyrir hvort hann hefur gert það frá upphafi, hér með er óskað eftir upplýsingum um það.

Vorboðakórinn mun hafa gefið út að minnsta kosti tvær plötur, aðra árið 2003.

Efni á plötum