Woofer – Efni á plötum

Woofer – Táfýla [ep] Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: RRCD 9701 Ár: 1997 1. Táfýla 2. Ég vildi geta 3. Hann Flytjendur: Hildur Guðnadóttir – söngur Egill Örn Rafnsson – trommur Kristinn Alfreð Sigurðsson – gítar  Ómar Freyr Kristjánsson – bassi Oddur Snær Magnússon – hljómborð Woofer – Woofer Útgefandi: R&R músík  Útgáfunúmer: RRCD 9702 Ár:…

Woofer (1997-98)

Hafnfirska hljómsveitin Woofer vakti nokkra athygli rétt fyrir aldamótin síðustu en sveitin sendi þá á skömmum tíma frá sér smáskífu og breiðskífu, sveitin ól af sér tónlistarfólk sem síðan hefur staðið í fremstu röð. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1997 í Hafnarfirði en hlaut ekki nafn fyrr en rétt áður en hún sté á svið…

Winston light orchestra (1986)

Hljómsveitin Winston light orchestra frá Akranesi kom fram í nokkur skipti snemma árs 1986 eða þar til sveitin breytti nafni sínu í Þema um vorið og keppti undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar, og komst reyndar í úrslit keppninnar. Meðlimir Þemu voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari…

Winnie the pooh (1994)

Hljómsveitin Winnie the pooh (sem á sér augljósa skírskotun í sögupersónuna Bangsímon) starfaði í Vestmannaeyjum árið 1994, líklega var um fremur skammlífa sveit að ræða. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 og voru meðlimir hennar þá Árni Hafsteinsson söngvari, Magnús Elvar Viktorsson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jóhann Ágúst Tórshamar bassaleikari, Sigurgeir Viktorsson trommuleikari og…

Whalers (2004-)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Whalers sem starfandi er innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fyrir liggur að sveitin var starfandi innan veggja skólans á árunum 2004 til 06 en einnig kom hún fram árið 2016. Engar upplýsingar er að finna um hvort starfsemi Whalers hefur verið samfelld en hún mun hafa verið skipuð kennurum og…

West Winnipeg band (1907-12)

Snemma á tuttugustu öldinni starfaði lúðrasveit á Íslendingaslóðum í Kanada og var hún skipuð Íslendingum einvörðungu. Sveitin sem bar heitið West Winnipeg band (einnig West Winnipeg Icelandic band) mun hafa starfað um fimm ára skeið og hér er giskað á að hún hafi verið stofnuð 1907 og því starfað til 1912. Fyrir liggur að sveitin…

Weland (2004-05)

Hljómsveitin Weland frá Akureyri og Dalvík tók þátt í Músíktilraunum árið 2005 en sveitin hafði verið stofnuð haustið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallgrímur Ingi Vignisson trommuleikari, Árni Sigurgeirsson söngvari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Magnús Hilmar Felixson bassaleikari. Árni söngvari hafði komið inn síðastur en áður höfðu þeir félagar leikið instrumentak. Weland komst ekki…

Weghevyll (1994-95)

Hljómsveitin Weghevyll (ýmis konar ritháttur fylgdi nafni sveitarinnar s.s. Weghefill, Veghevyll, Weghefyll o.s.frv.) starfaði á árunum 1994 og 95 er hún keppti í tvígang í Músíktilraunum Tónbæjar, sveitin var af höfuðborgarsvæðinu. Vorið 1994 voru meðlimir sveitarinnar þeir Birkir Rúnar Gunnarsson trommuleikari, Ólafur Páll Jónsson bassaleikari, Þór Marteinsson gítarleikari, Ágúst Arnar Einarsson gítarleikari og Gunnar Ingi…

Wonderhammondsveitin Ísbráð (1999)

Sumarið og haustið 1999 fór Wonderhammondsveitin Ísbráð um landið með tónleika og lék fönkdjasstónlist, m.a. eftir Stevie Wonder. Meðlimir Ísbráðar voru þeir Einar Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Birgir Baldursson leysti Einar af hólmi þegar haustaði.

Wizzie-Wozzie jazzband (1977)

Litlar og fáar heimildir er að hafa um Wizzie-Wozzie jazzbandið (Wizzy-Wozzy jazzband) en það starfaði árið 1977. Fyrir liggur þó að Kjartan Ólafsson (síðar tónskáld) lék með sveitinni, hugsanlega á hljómborð en aðrir meðlimir hennar voru Eggert Pálsson [?], Tómas [?] Gröndal og Axel [?] trommuleikari. Frekari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.

Wonderplugs (1992-2000)

Hljómsveitin Wonderplugs (sem einnig gekk undir nafninu Undratappar) starfaði í Keflavík af því er virðist í næstum áratug. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 og ári síðar áttu þeir félagar lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993, um það leyti voru meðlimir hennar Halldór Jón Jóhannsson söngvari, Jens Eiríksson gítarleikari, Magnús Einarsson bassaleikari og Kristinn…

Afmælisbörn 30. maí 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og fimm ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…