Winnie the pooh (1994)

Winnie the pooh

Hljómsveitin Winnie the pooh (sem á sér augljósa skírskotun í sögupersónuna Bangsímon) starfaði í Vestmannaeyjum árið 1994, líklega var um fremur skammlífa sveit að ræða.

Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 og voru meðlimir hennar þá Árni Hafsteinsson söngvari, Magnús Elvar Viktorsson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jóhann Ágúst Tórshamar bassaleikari, Sigurgeir Viktorsson trommuleikari og Ingólfur Árnason hljómborðsleikari.

Winnie the pooh komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna en starfaði eitthvað áfram, lék þá m.a. á dansleikjum í Eyjum.